Bandaríkjastjórn kom Hugo Chavez til valda

Búum til smá samsæriskenningu.

Var að hlusta á Xöið áðan, og þar var fuglinn hann Erpur að segja frá Sádí Arabíu, hlutum sem gerðust fyrir 150 árum og Evrópusambandinu.  Þeir voru víst að tala um Venezuela.

Áður var Ögmundur, hann er miklu eldri, en jafn fyrrtur.

Allt er USA að kenna, segja þeir.

Svo... göngum út frá því sem staðreynd.

Talandi um staðreyndir, það eru forsendur:

1: Venezuela var einusinni topp 10 ríkustu landa í heimi.  Árið ~1950 var það svo.  Á sama tíma var Japan að ná sér eftir kjarnorkustyrrjöld og Þýzkaland var marflatt eftir WW2 og hafði misst 1/3 af landinu í hendur CCCP.  AD 2000 var Venezuela ríkasta land S-Ameríku.

2: USA flytur út olíu.  Vegna þess að það offramleiðir. (Fact checkið það endilega)

3: Skortur hækkar verð.

4: Venezuela framleiðir ekki lengur olíu.  Þeir hafa ekki efni á að borga olíuverkamönnunum.  Kínverjar & Rússar senda mannskap til að tappa henni upp í skiftum fyrir ýmsan varning og gjaldeyri.

Svo, kenningin er sú að USA hafi sett Hugo Chavez til valda, og Maduro á eftir honum til þess að gera þeim þessa skráveifu, vegna þess að ljóslega hækkar verð á olíu þegar stæsrta olíuríki heims hættir að geta dælt henni upp.

Og það var alveg fyrirsjáanlegt að það myndi gerast.  Það skiftir ekki máli hvaða auðlind land á, ef því er stjórnað af kommúnistum, þá fer það á hausinn.

Svo ljóslega hefur USA, með það fyrir augum að hækka verð á olíu, sjálfum sér til hagsbóta, komið til valda hjá aðal-keppinaut sínum manni sem eyðileggur allt.

Og það gerði hann.  Og við af honum tók annar sem gerði gott betur.  Og nú er hungursneið og Útlendingar tappa upp olíunni til einkanota.

USA er bara að græða á þessu.

Þetta er alveg jafn góð samsæriskenning og sú sem Erpur og Ömmi voru með.  Jafnvel betri, því mín er rökstudd, en ekki bara studd hatri og fordómum.


Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband