Það er nú að bera í bakkafullan lækinn

Við höfum þegar 4 vinstriflokka, þurfum við virkilega annan?

Hvernig væri smá tilbreyting - til dæmis hægriflokk, nú eða frjálshyggjuflokk?  Þið vitið, eitthvað sem hefur ekki verið prófað áður?


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég ætla að stofna "Lang-besta hægrisinnaða lýðræðisflokkinn"..

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 11:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju veit ég ekki af þessum fjórum vinstri flokkum?

Við höfum hægri flokkana Vinstri græna og Samfylkinguna og svo miðjumoðið Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Enginn íslenskur flokkur er af hugmyndafræðilegum ástæðum andvígur stóru ríkisvaldi. Einu sinni var t.d. sagt á fundi Sjálfstæðismanna í einhverju bæjarfélaginu: "Við þurfum að búa til kjósendavæna stefnuskrá."

Að stofna frjálshyggjusinnaðan stjórnmálaflokk er í raun innri þversögn, því frjálshyggjumenn eru upp til hópa ekki hrifnir af því að starfa fyrir hið opinbera og því erfitt að fá þá til að gera það þótt það sé í nafni þess að minnka hið opinbera.

Sennilega er besta stjórnmálavopn frjálshyggjumanna það að finna leiðir til að forðast ásælni og afskipti hins opinbera án þess að gera sig sakhæfa. Í mörgum löndum eru t.d. starfrækt samtök sem gjarnan kalla sig "samtök skattgreiðenda" eða annað slíkt sem benda á eitrandi áhrif af fjárþorsta og eltingaleik ríkisins við aflafé fólks og fyrirtækja. Kannski góð byrjun að stofna ein slík?

Geir Ágústsson, 25.6.2010 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband