Jæja, er það svo?

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fái ekki að soga til sín hagvöxtinn sem framundan sé á meðan Samfylkingin fái að ráða.

Sem er nú akkúrat það sem hefur verði að ske allan hennar valdatíma - þar með talið tímann eftir að sjálfstæðisflokkurinn hætti að fá að vera memm.

Svo... hvernig útskýrir hún það? 

Hún segir nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks.

Hún segir það, en virðist ekki finnast það í alvöru, miðað við hegðun hennar undanfarið.

„Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjálshyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokksins. Lífskjarasóknin er framundan er verður hins vegar á forsendum jafnaðarstefnunnar.“

Hvaða frjálshyggjutrúboð?  Það heitir "fyrirtækja lénsræði."  Frjálshyggja er annað, nokkuð sem aldrei hefur verið prófað á skerinu. 

Var Jóhönnu klappað lof í lófa eftir að hún lét ummælin falla.

Það eru þá fleiri en hún sem eru veruleikafyrrtir.  Sem skýrir hvernig á því stendur að hún er við völd.

Hún sagði ennfremur að kaflaskil hefðu nú orðið í endurreisnarstarfinu.

Aftur notar hún orð sem hún skilur ekki.  "Endurreisn:" þegar eitthvað sem hefur hrunið er reist við eða endurbyggt.

Ég veit ekki hvaða orð er viðhaft um það þegar eitthvað sem hefur hrunið er skemmt enn meira.  Það sem kemur helst til greina er "urðun."

„Björgunarstarfinu er að mestu farsællega lokið og forsendur hafa verið lagðar fyrir raunverulegri lífskjarasókn,“ sagði Jóhanna.

Pant aldrei vera "bjargað" af samfylkingunni aftur.  

Þó enn sé víða við erfiðleika að glíma og enn sé óvissa varðandi ýmis mál hafi ekki verið bjartara yfir íslensku efnahagslífi um langa hríð. Samanburður á stöðu efnahagsmála núna og þegar ríkisstjórnin tók við sé eins og að bera saman svart og hvítt.

Já, það leit aðeins betur út áður en hún tók við... í samanburðinum.

„Lífskjarasóknin er nú hafin og framundan eru gríðarlega mikilvæg og spennandi verkefni sem flest eru komin vel á veg. Ekkert bendir því til annars en að okkur muni takast það ætlunarverk að nýta vel það sögulega tækifæri sem ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er,“ sagði Jóhanna.

Lát oss sjá...

Þau eru búin að reyna að fá OKKUR til að broga skuldir annarra.  Það var vissulega spennandi, get ekki mótmælt því, en það var spenna sem ég gat verið án.

Þau eru að reyna að koma OKKUR í ESB, til þess að við getum hjálpað Þjóðverjum að broga skuldir annarra.  Sem er mikilvægt, vissulega, en er það virkilega okkar vandamál?

Þau eru enn að soga fé úr almenningi og senda til útlendra auðmanna, með hjálp Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.  Það gengur vel - þau eru með allan gjaldeyrisforðann að láni.  Það er mjög gott verkfæri til að tappa pening af landinu.

Þau eru með gjaldeyrishöft, sem eru mjög gott tæki til að hindra viðskifti við landið.

Þau eru með skattkerfi sem nýtist vel til að fæla mest lærða fólkið úr landi, hindra fyrirtæki í að komast á legg, fæla fyrirtæki frá því að koma sér fyrir og letja fólk til vinnu.

Og meira.


mbl.is Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill !!! Tragíkómískur en,  hárrétt hjá þér! Ég þurfti að skellihlægja sumstaðar.en þó þetta sé sorglegt og satt eru þín skrif spaugilega framfærð

anna (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband