Jöfnuður, jæja?

Förum yfir þetta:

"Hækka ber fjármagnstekjuskatt úr 20% í 30% sem og aðra skatta á þá tekjuhæstu..."

Þetta mun vera skattur á alla sem eiga pening í banka.  Skilaboðin eru: ekki eiga pening í banka á Íslandi.

Þeir tekjuhæstu geta vel flutt sitt fé til útlanda ef það gefst betur þar. 

"...fremur bæri að hækka skatta en að skera niður í velferðinni."

Eftri smá stund munu þeir ekkert hafa efni á "velferðinni."  Fjármagnið verður flúið út.

„Ég svara þessu nú þannig að þegar staðan er orðin þannig að fjöldi fólks á ekki í sig og á og þak yfir höfuðið að þá þurfum við að stíga skref sem leiða til meiri jöfnuðar í samfélaginu. Eina leiðin er að skattaleggja þá sem eiga meira en aðrir til að standa undir velferðinni. Ég sé enga aðra leið.“

Hann staglast á þessum meiri jöfnuði.  Þessi jöfnuður sýnist mér helst fást með því fæla burt þá sem nenna að vinna, þá sem eiga pening og að koma öllum öðrum alveg jafnt á kúpuna.

Hann sér enga aðra leið.  Það þýðir að hann er blindur.

"Stjórn VG ályktar að ríkisstjórnin hafi náð ótvíræðum árangri í skattamálum."

Það er rétt.  Að vissu leiti.  Þeir eru nú búnir að koma landinu í verra þrot en útrásarvíkingarnir.  Algjört söxess.

„Skattar hafa fyrst og fremst verið hækkaðir á þá sem eiga mikið."

Nautgripaskítur.  Hefur það aldrei verið útskýrt fyriir þessu liði hvernig hagfræði virkar?  Ekki?  Hún virkar svona: hækkaðu flutningskostnað með sköttum, og allt mun kosta meira.  Hækkaðu VSK og allt mun kosta meira.  Hækkaðu tekjuskatt og enginn mun nenna að vinna yfirvinnu, því hún gefur ekkert af sér.

Niðurstaðan kemur lægstu tekjuhópunum verst.

"Við þurfum að stuðla að meiri jöfnuði. Hann er að mínu mati ekki nógu mikill í íslensku samfélagi í dag."

Þarna er þessi jöfnuður aftur.  Afsökun hans fyrir öllum efnahagshryðjuverkum. 

"Þeim er alltaf að fjölga sem eiga ekki fyrir mat síðustu dagana fyrir mánaðamót."

Það er jöfnuður í verki.  VG er að reyna að gera alla þannig.

"Það er eitthvað af fólki sem á mjög mikið af peningum.“

Það mun brátt færa allt sitt fé til útlanda.  Vegna þess að þú og félagar þínir eru að auka "jöfnuð."

"Þorleifur bendir jafnramt á að húsaleigubætur hafi ekki hækkað síðan í maí 2008, á sama tíma og húsaleiga hjá félagsbústöðum Reykjavíkur hafi hækkað um 29%, skv. vístölu verðtrygginga."

Fjandinn hirði húsaleigubætur.  Það eina sem skeði þegar þeim var komið á á sínum tíma var að húsaleigan hækkaði um það sem þeim nam.  Mikil kjarabót eða hitt þó heldur.

Mikið hlakka ég til að þið farið af þingi.  Farið sem lengst.  Til síberíu helst.


mbl.is Hækki fjármagnstekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband