Ég hef verið að velta fyrir mér...

Ef það er löglegt að bjóða vændi, en ekki taka við því, af hverju þá ekki fara með þetta alla leið, og gera eiturlyfjasölu löglega, en eiturlyfjakaup ólögleg?

Það er bara rökrétt.

Á sama hátt mætti landasala vera lögleg, en landakaup ólöglegt.

Þýfissala lögleg, en þýfiskaup ólögleg.

Því er þetta ekkki svona?

En að fréttinni:

Hvernig fær þessi hópur það út að það sé þeim til framdráttar að vitna í Orwell, setjandi sig í hlutverk illmennisins í hans þekktustu bók?


mbl.is Stóra systir fylgist með þér!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekki betur en hér sé komin vísir að "talibana-"hreyfingu.

Byrjað þarna. 

Spurning hvar næst verður borið niður.  Eiga ekki sumir nýbúar undir högg að sækja?

 Þetta er í besta falli ógeðfellt. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:44

2 identicon

Ætli þær fari ekki fram á að næst verði sett Sharía lög. Þær hylja sig með búrkum og fara fram á nafnleysi og samt geta þær verið að nafngreina menn. Þetta er mjög ógeðfellt allt saman. Það ætti að uppræta svona nornaklíkur strax. Við höfum lögreglu sem á að taka á svona málum en ekki einhverjar sjálfskipaðar nornir.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 17:53

3 identicon

Þið skiljið þetta greinilega ekki. Konur og menn sem stunda vændi eru fórnarlömb aðstæðna og fólk (oftast karlmenn) sem kaupa vændi eru að nýta sér aðstæður Þessa fólks. Sama má segja um fíkla, þetta eru fórarlömb aðstæðana og aðstæður þeirra eru misnotaðar af fíkniefnasölum.

Ef við ætlum að gera eins í sambandi við fíknefnasölu, þá myndum við taka harðar á fínefnasölum en sleppa fíklunum, eins og hefur verið gert á sumum stöðum með góðum árangri, nefni portúgal sem dæmi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem þessar konur eru að gera brýtur í bága við lög á minnst tíu mismunandi vegu, og mun ALDREI geta orðið málstað þeirra til framdráttar.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2011 kl. 23:27

5 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Það sem þessar konur hafa gert er með öllu ógeðfelt að mínu mati. Hafa þær eitthvað rætt við þær vændiskonur sem þær eru mögulega að hafa eina lífsviðurværið af? Eru þær tilbúnar til þess að borga matarkostnað og meira fyrir þær?

Ef við viljum koma í veg fyrir að nokkur manneskja "leiðist" út í vændi eða "neyðist" til þess úrráðs til þess að ná endum saman er þetta alls ekki leiðin!

Hans Miniar Jónsson., 19.10.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband