Þetta er nú meira en bara sjúkraflug.

Hvað vinna margir við völlinn í RKV?

Fleiri en 4.

Það eru fleiri en 4 bara í Eyjum. Þannig er það allan hringinn. Ef völlurinn fer úr RKV missir meira en helmingurinn af þeim vinnuna.

En hey, er það ekki það sem stefnt er að nú til dags?

Og það er meira:

Við það að flug dregst saman eykst akstur til borgarinnar. Það verða alltaf X mörg slys á hvern kílómeter. Því er hægt að fletta upp. Nýlega fjölgaði alvarlegum slysum um 10% (að minnsta kosti - vegna umferðarlaga. Því getiði líka flett upp hjá umferðarstofu.)

Þetta eru fleiri en bara þessir 450-500 sem deyja eða örkumlast meira en þörf er á. Það verða fleiri, sem verður litið framhjá.

Og dauði og sársauki kostar pening og setur álag á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðiskerfi sem enginn virðist vilja fjármagna, og minna fjármagn ver'ur til vegna allra þessara sem verður að reka vegna þess að flug dregst saman um meira en helming.

Þetta dót sem þið hafði milli eyrnanna, þetta er ekki bara líffæri til að kæla blóðið.


mbl.is Ekki bara tölfræði heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband