Við skuldum meira en Grikkir

Ég skulda ekkert.

Ekkert af þessum skuldum er neitt sem hefur verið borið undir mig, né samþykkt af mér.

Vitiði í hvað þessir peningar fara?

Þeir fara í vitleysu.


mbl.is Skuldsettar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallabuxurnar sem þú gengur í voru keyptar að utan fyrir gjaldeyri sem við tókum að láni. Malbikið á götunum, peran í ljósastæðinu og tómatsósan á borðinu; gjaldeyrir sem við tókum að láni.

Pappírinn í bókina þína, tölvan sem þú skrifar á, internetið og strætisvagninn sem þú notar; gjaldeyrir sem við tókum að láni.

Þynnkumeðalið, orkudrykkurinn og þakið fyrir ofan þig; gjaldeyrir sem við tókum að láni. 

Rörin sem færa þér vatnið, kaplarnir sem færa þér rafmagnið og kryddið í pulsuna; gjaldeyrir sem við tókum að láni.

Þegar þú kaupir innflutta vöru, notar innflutta vöru eða gerir eitthvað sem kallar á innflutning á vöru eða þjónustu ert þú ekki bara að samþykkja lántökurnar þú ert að heimta þær.

Líttu í kring um þið og reyndu að finna eitthvað sem ekki hefur kallað á innflutning. Jafnvel ullarsokkarnir þínir voru prjónaðir með innfluttum málmi og plasti, ullin þvegin með sápu úr innfluttum efnum og komu í búðina í umbúðum úr innfluttu efni með innfluttum sendibíl sem gekk fyrir innfluttri olíu.

Hafir þú ekki setið nakinn uppí fjalli og lifað á bláberjum alla þína æfi þá skuldar þú þetta.

sigkja (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 04:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef myndin er skoðuð betur sést að bara er um einkaskuldir á Íslandi að ræða...

Hvað eru skuldir ríkissins...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2012 kl. 10:00

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sigkja: RANGT!

Við framleiðum meira en nóg til þess að eiga fyrir öllu sem þú talaðir um, og meira til.  Málið er, að skattfé ríkisins er notað sem veð til að taka meiri lán (dökkgræna línan, svo ég svari Ingibjörgu (ljósgræna línan er skuldir einkaaðila)) sem eru svo notuð í gvuðveithvað.

Við erum til dæmis enn með að láni gjaldeyrisforða.  Af hverju?  Fyrir heimsku sakir.

Ég vinn fyrir mínu, þvi ég framleiði.  Ég vetoaði aldrei lántökur til þess að einhverjur glæpoar ávegum ríkisins gæti farið til Brussel í frí, eða setið fundi og borðað kleinur eða sett á laggirnar sendiráð á dýrasta stað í Tokyo.  Það var ekki ég.  Við höfum strangt til tekið efni á öllu *nema* að taka lán.

Og lánin halda bara áfram að streyma inn, óumbeðin af mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2012 kl. 16:53

4 identicon

Við framleiðum ekki meira en nóg til þess að eiga fyrir öllu strax. Það er eins með milliríkjaviðskipti og þín viðskipti. Þú staðgreiðir ekki hús og bíl. Þú notar vísa í 10-11 og raðgreiðslur í ELKO. Þú skuldsetur þig fyrir nær öllum þínum launum áður en þú færð borgað. Sama gera þeir sem þú verslar við og þjónusta þig. Malbikið kostaði lán, steipan í húsið, strætóinn og tómatsósan. Ekkert af þessu er að fullu greitt fyrr en þú hefur greitt og þeir geta greitt.

Þú værir ekki sáttur við að hitaveitan léti þig ekki fá heitt vatn fyrr en þú hefur kostað borun og borgað rör og dælur. Vilt þú fara með innkaupalista í Hagkaup, borga fyrir vörurnar og bíða svo nokkra daga eða vikur eftir að þær komi til þín?

Þú vinnur fyrir þínu, þú framleiðir. Voru vélar og tæki, hiti, rafmagn, húsnæði, hráefni og  menntun þín staðgreidd? Staðgreiddir þú ljósastaurinn fyrir utan hjá þér og sendir þú einhverjum pening þegar kviknar á honum?

Ætlir þú að kaupa milljón lítra af bensíni, hundrað tonn af hveiti eða farm af timbri þá færð þú ekki að eiga nein viðskipti nema seljandi sjái að þú getur borgað með gjaldeyri. Þeir vilja, einhverra hluta vegna, ekki sjá krónurnar þínar. Þeir vilja sjá að ríkisbankinn hafi gjaldeyri til að selja þér. Og þá fyrst er þér hleypt að borðinu. Þannig virkar gjaldeyrisforði. Hann er sönnun á tilveru gjaldeyris.

Og lánin halda bara áfram að streyma inn, heimtuð af þér. Þú vilt þína tómatsósu þó sá sem selur þér hafi þurft að taka lán til að geta boðið þér hana.

Við höfum strangt til tekið ekki möguleika á því að kaupa tannstöngul *nema* að taka lán.

sigkja (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 18:42

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hérna ertu með nokkuð:

Við tókum lán í denn til að leggja rör og strengi til að færa okkur vatn og rafmagn.

Nú höfum við þessi rör og strengi, búin að borga lánin af þeim - flest af þeim.

Megnið af þeim lánum sem *núna* eru að plaga okkur eru ekki til komin af þessu. Ef þetta væri bara vegna virkjana, þá væri ekkert vandamál.

Skattfé okkar nægir vel til að viðhalda þessu öllu, og meira til.

Það er bara ekkert notað í þetta. Allir peningarnir eru að sogast inn í flókið og ógegnsætt kerfi sem virðist gera flest annað en að halda utanum infrastrúktúrinn.

Og allt þetta röfl í þér um hveiti og bensín er "EINKASKULDIR" sem eru aldrei vandamál - eða ættu ekki að vera það undir nokkrum eðlilegum kringumstæðum, því þær féllu aldrei á MIG. Ólíkt ríkisskuldum, sem falla alltaf á mig.

Nema við séum í einhverjum nazistaheimi þar sem öll einkafyrirtæki eru bara leppar fyrir Ríkið. Eða hvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2012 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband