Hve frábær fangelsin eru skiftir litlu

Heldur er það menningin utan fangelsisins.

Þarna úti eru menn sem þarf að stinga inn að eilífu.  Þannig hefur það alltaf verið, allstaðar, og mun aldrei breytast.

Þarna inni eru menn sem eru ekkert hættulegir, en eru í fangelsi út af einhverjum menningarlegum kreddum, í öllum merkingum.

Og allt þar á milli.


mbl.is „Gegnsýrt af hatri og heift“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Ásgrímur. Það þarf líka að vera almennileg heilbrigðisþjónusta fyrir fanga, eins og annað fólk. Því miður fá dæmdir og samfélagsstimplaðir einstaklingar ekki sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn. Verst er að fjöldi fólks á Íslandi finnst slík mismunun eðlileg og réttlætanleg.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2013 kl. 22:57

2 identicon

Hvað heitir bókin þín?

Pétur (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 23:07

3 identicon

Fréttablaðið er líka orðið algjör nornaveiðari og leitar logandi ljósum að eihverjum til að krossfesta

Torfason (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:39

4 identicon

Þetta er alveg rétt. Það grefur undan réttlætisvitundinni og ýtir undir glæpi að dæmdir menn eru ekki settir inn undireins vegna sinnuleysis stjórnvalda sl. 3 áratugi og að jafnvel síbrotamenn fá milda dóma aftur og aftur.

Hins vegar er það þannig, að fjöldi fyrrverandi fanga sem ekki eru síbrotamenn og hafa engar áætlanir um að brjóta af sér aftur fá oft ekki tækifæri né aðstoð til að byrja nýtt líf vegna fordóma í samfélaginu og verða að láta sig hverfa. Hins vegar er það starfsfólk Fangelsismálastofnunar sem starfar í Borgartúni 7, þ.m.t. Páll Winkell, sem blindaðast er af persónulegum fordómum gegn föngum, bæði meðan þeir afplána og meðan þeir eru á reynslulausn. Páll Winkell er einn mesti hræsnari meðal embættismanna, því að hann fer alltaf í fjölmiðla með staðhæfingar sem halda ekki vatni og reynir að láta líta út fyrir að honum sé ekki skítsama. Þessi maður hefði aldrei átt að verða forstjóri stofnunarinnar, enda hefur komið fram hér á blogginu fyrir nokkrum árum, að ráðning hans var í alla staði óeðlileg. 

Og það eru ekki allir sem vita það, en íslenzkir fjölmiðlar eru lítið annað en senditíkur saksóknaraembættisins, og sem skrifa alltaf niðrandi um sakborninga fyrir og eftir dóm, en steinþegja þegar menn sem hafa verið dæmdir fangelsaðir saklausir eru síðan sýknaðir, sbr. mál, sem kom upp í fyrra, því að það myndi afhjúpa alvarleg mistök kerfisins vegna fordóma af hálfu saksóknara og héraðsdómara.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 13:36

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pétur: ég hef tvær: "Þrjátíu & ein nótt" & "Dagný," þær eiga að vera fáanlegar báðar í Iðu, en sú fyrri er til í Nexus, á hlægilegu verði. Og í Hamraborg, minnir mig endilega.

Torfason: ég hélt nú að það væri fyrir löngu orði augljóst að það þýðir ekkert að vera að krossfesta neinn.

Pétur D: Ég veit ekki hvort það ýtir undir glæpi - en þetta er stanslaus nauðgun á réttlætiskenndinni.

Og Kaninn er hér ekki til eftirbreytni, ef einhver heldur það.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2013 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband