Samansafn af hálfvitum

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar segist hafa meiri vissu fyrir því en nokkru sinni áður að mannkynið hafi orsakað hlýnun jarðar og spáir því að á þessari öld hækki hitastig um 0,3-4,8°C til viðbótar. 

Það eru góðar fréttir, ef satt er, ekki slæmar. 

Nefndin spáir því einnig að yfirborð sjávar muni hækka um 16-82 sentimetra fyrir árið 2100. Skýrsla hópsins var kynnt í Stokkhólmi í dag.

Þetta er "vísindanefnd" þá.  Með áherzlu á nefnd, en ekki visindi.

Náttúruverndarsamtök Íslands segja verkefni dagsins að fá ríkisstjórnir heims, þar á meðal íslensk stjórnvöld, til að taka málið föstum tökum

Ég get ekki tekið mark á neinum náttúruverndarsamtökum lengur, því miður.  Það sem þau hafa sagt hefur ekki reynst á neinum rökum reist, og alltaf kostað mig pening. 

Skýrslan sem kynnt var í dag er sú fyrsta af þremur sem nefndin mun gefa út á næstunni.

Þvílík sóun á pappír. 

Nefndin hefur á 25 ára tímabili gefið út fjórar sambærilegar skýrslur. Hún hefur m.a. fengið Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar.

Nóbelinn já.  Obama fékk nú friðarverðlaun Nóbels.  Það er nú ekki meira að marka Nóbelinn en það.   

Í hverri skýrslu hafa varnaðarorð nefndarinnar vegna hlýnunar af mannavöldum stigmagnast.

Loforð.  Ekki varnaðarorð.  Og einhver var aðp segja að það færi kólnandi.  Svo fokk þeir. 

Hefur hún m.a. varað ítrekað við hættu á flóðum, þurrkum, fárviðrum og hækkandi yfirborði sjávar.

Nú?  Er það allt í einu nýtt? 

Spá nefndarinnar til ársins 2100 er m.a. reiknuð út með tölvuforritum þar sem ótal þættir eru teknir með í reikninginn, s.s. magn gróðurhúsaloftegunda.

Tölvur vinna bara eins og þeim er sagt.

Bjartsýnasta spáin gerir ráð fyrir því að hitastig jarðar muni að meðaltali hækka um 1 gráðu til ársins 2100. Sú svartsýnasta gerir ráð fyrir að hitastigið muni hækka um 3,7-4,8 gráður.

Þeir kalla það svartsýni að við gætum haft það betra, sem tegund, eftir 100 ár?  Hvað eru þeir?  Kommúnistar? 

Vísindamenn telja slíkt geta endað með miklum hörmungum.

Þeirra hörmungar eru paradís mannkyns. 

Það myndi þýða öfgafullar hitabylgjur, miklar rigningar á sumum svæðum en mikla þurrka á öðrum.

Status quo, sem sagt. 

Í nefndinni eiga sæti 257 vísindamenn.

Ekki eru betri heimskra manna ráð þó fleiri komi saman.

Ég legg til að þessir asnar verði allir sendir til Suðurskautsins, þar sem er kalt og notalegt fyrir þá.  Og komi þeir aldrei aftur.


mbl.is Hlýnun gæti endað með „hörmungum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er því nú þannig farið að á Íslandi sveiflast hitastig milli vetrar og sumars um allt að 20 stig. Á sumum dögum er dagsveiflan margföld sú sem hér ræðir.

Annars staðar er sveiflan meiri. Það er erfitt að sjá fyrir þessa katastrófu.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 20:07

2 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Vísindinn í þessu eru hinsvegar nokkuð örugg. CO2 er gróðurhúsategund og mikil aukning hefur orðið síðustu ár. Óvissan liggur í því hversu mikil hlýnunin er og hvort hversu mikil af mannavöldum.

Hitastigið sem um er talað er meðalhiti, sem er annað er hiti dags til dags.

Karl Jóhann Guðnason, 27.9.2013 kl. 20:29

3 identicon

Hitastigs bilið sem um ræðir er meðalhiti sem er meðaltal af tölvulíkunum sem hefur mistekist að höndla þá stöðnun á hækkun hitastags síðan 1998 þrátt fyrir aukningu CO2 magns.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 21:15

4 identicon

Þú ert kemur mjög með góð rök og notar aldrei alhæfingar né ad hominen. Það sést líka langar leiðir að þú hefur mikla þekkingu á vísindum.

Gummi (IP-tala skráð) 27.9.2013 kl. 23:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju heldurðu að ,,við hefðum það betra sem tegund" ef meðalhitastig jarðar hækkaði um tæpar 5 gráður á celsíus?

Að öðru leiti er þessi frétt Mogga alveg sæmilega unnin en da bara þýing úr einhverju erlendu blaði og þá líklega ekki úr Daily Mail eða Telegraph.

Samt sem áður hefðu þeir mátt taka fram að mismunur spánna á ekki beinlínis orsök í bjartsýni eða svartsýni.

Að þetta er allt í lagi hjá þeim: ,,Spá nefndarinnar til ársins 2100 er m.a. reiknuð út með tölvuforritum þar sem ótal þættir eru teknir með í reikninginn, s.s. magn gróðurhúsaloftegunda."

Að þetta byggir m.a. á þeim þætti hvernig losun manna á gróðurhúsalofttegundum framvindur. Mun verða reynt að hamla losun - eða mun svipuð þróun halda áfram og undanfarna áratugi.

Þetta er alveg gríðarlega stórt spursmál fyrir framtíðina og framtíðarkynslóðir.

M.a. þýðir niðurstaða vísindamannana - að það væri voði ef allri olíu sem vitað er um núna og er vinnanleg - yrði allri brennt. Það verður að finna aðra orkugjafa eða einhvernvegin aðra lífshætti en nú þekkjast.

Og það síðastnefnda er ekkert einfalt eða auðvelt mál. Við vitum hvernig allt er á fleygiferð í heiminum núna og sívaxandi krafa á fjölmennum svæðum jarðar gerð til betri lífsafkomu og miðað við framkvæmdina í dag þýðir það aukna losun gróðurhúsalofttegunda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.9.2013 kl. 01:48

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef mannkyn réði sjálft hitastigi jarðar, þá væri hlýrra á jörðinni.

Allt vex hraðar í hita. Í öllum þessum hita felst næg orka til þess að kæla hvað sem er, ef nenna er til.

Allt þetta raus um útblástur er bara afsökun til fjárplógsstarfssemi.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2013 kl. 23:28

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég skrifaði um "óson-bullið" á sínum tíma og sendi til erlendra blaða, og gerði mitt til þess að skjóta það bull í kaf. Það heyrist ekki lengur neitt um ósonið.

Þá hefi ég skrifað mikið um "hlýnunina af mannavöldum". Bara eitt atriði sem útskírir allt saman. Koltvíyldi (CO2) myndast við samruna kolefnis og súrefnis, og því heitara sem er, því örar og meira myndast af því. Sem sagt; ... það er hitastigið sem ræður hversu ört og mikið koltvíyldið myndast, ... (en ekki öfugt), ...því heitara sem er, (af sólinni), því meira CO2, og því betra fyrir lífið á jörðunni.

Koltvíyldi er undirstaða lífins á jörðunni, ef ekkert koltvíyldi þá væri ekkert líf á jörðinni. Þá væri jörðin steindauð grjótkúla eins og tunglið.

Tryggvi Helgason, 1.10.2013 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband