Ágætis hugmynd

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að sér leiðist þær „duldu og ekki svo duldu viðskiptahindranir á vörum sem koma hingað til lands.“

Það eru nú fleiri sem eru ansi pirraðir á þeim. 

Hún ræddi einnig um mikilvægi opinna viðskipta og rifjaði upp að Evrópusambandið væri að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslun og sagði nauðsynlegt að Ísland myndi skoða vandlega hvort það gæti tekið þátt í þeirri vegferð eða komið sjálft að fríverslunarsamningi vestur um haf.

Ég mæli með að við gerum samning við kanann sjálf, án milligöngu Evrópu - þeir gaurar hafa allt aðra hagsmuni en við.  Og þeir gætu líka tekið uppá að fara í stríð við kanann, sem myndi skemma allt. 

Drífið í þessu áður en Ísland fer á hausinn - helst áður en USA fer á hausinn.  Gott að vera með samning meðan þeir eru enn til í að semja.  Þegar þeir eru svo komnir á kúpuna verða vörurnar þeirra bara ódýrari. 


mbl.is Vill geta keypt bandarískt Cocoa Puffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Heyr, heyr.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.10.2013 kl. 16:54

2 identicon

Coco Puffs, sem og flest morgunnkorn frá Bandaríkjunum, er baneitrað stuff sem einugis fátækt og illa greint fólk gefur börnunum sínum þar vestra. Allt fólk sem hefur efni á því þar í landi kaupir sér lífrænt grænmeti og lætur fjöldaframleiðslu af þessu tagi vera. Við mættum fara að læra af menntuðum og upplýstum Bandaríkjamönnum. Mér finnst foreldrar sem gefa börnunum sínum svona bara vera aumingjar, satt að segja, á öld þar sem er hægt að lesa og afla sér upplýsinga, eins og allt gott fólk gerir áður en það gefur börnunum sínum erfðabreytt, corn syrup, e efna súpu ruslfæði að borða, sem enginn kaupir nema hillbillíar og óupplýstir og aðþrengdir blökkumenn í fátækrahverfum þarna lengur. Sýnir skrýlsmennsku Íslendinga að ráðherra skuli láta svona út úr sér. En sem frjálshyggjumaður styð ég rétt allra fullorðinn, sjálfráðra, læsra einstaklinga til að eyðileggja sitt eigið líf og stytta að vild, sem og heilsu sína, og taka hvaða óviturlegu ákvörðun sem það vill að upplýstu máli. Valgerður má mín vegna borða Coco Puffs frá Bandaríkjunum, reykja hass og tattúvera sig. Hún er samt léleg fyrirmynd fyrir mæður og þar með brugðist hlutverki sínu sem fyrirmynd, sem eru viss svik við þjóðina, að láta í veðri vaka það sé allt í lagi að innbyrgða þennan heilsuspillandi og greindarskerðandi óþverra sem einkum er markaðssettur fyrir börn illa gefinna og latra foreldra sem ekki nenna að læra um næringarfræði og heilsu og eru óhæfir uppalendur.

Ó (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:31

3 identicon

Vill bara taka fram ég er ekki á móti því menn hafi þetta val, bara að meintar fyrirmyndir skuli bregðast svo hlutverki sínu, saklausum börnum til skaða. Viðskipti við Bandaríkin þarf nauðsynlega að efla. Núverandi utanríkisráðherra hefur staðið sig mjög illa og mögulega fælt frá stóran viðskiptavin þar vestra nú þegar, og er það skömm.

Ó (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband