Þetta gæti verið byrjunin á einhverju góðu

Á fyrsta ríkisstjórnarfundinum var rætt hvernig hægt væri að draga úr reglugerðarfargani.

Ég vona að þeir geri meira en að ræða það.  Umræðustjórnmál höfða lítið til mín. 

Forsætisráðherra sagði að verið væri að fara í gegnum allt regluverkið til að bæta úr þessu, en markmiðið væri jafnframt að koma í veg fyrir að svona þróun endurtæki sig til frambúðar.

Fáum við að heyra niðurstöðurnar í Hörpu? 

Reynt hefði verið að bæta þar úr og taka ekki upp íþyngjandi reglur án þess að eitthvað annað dytti út á móti.

Ég er með betri hugmynd: við einfaldlega tökum ekki upp íþyngjandi reglur. 

Haraldur Johannessen nefndi þá íblöndunarefni í bensín og díselolíu sem dæmi um regluverk ESB sem verið væri að taka hér upp, en það virtist sem að verið væri að fara fullgeyst í að innleiðingu þess. 

Sigmundur Davíð svaraði og sagði að þetta væri mjög dýrt...

Þetta er mjög dýrt á meira en einn hátt. 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði hér mætti íhuga að nota hluta innlendrar framleiðslu til íblöndunar,

Nei. 

grunnhugsunin væri jákvæð

Nei, hún er það ekki.  Þetta er svikamilla.  Við þurfum að spyrja okkur: viljum við að ökutækin okkar gangi fyrir mat?

Bjarni sagði að smækkun regluverksins skipti miklu máli ekki síst fyrir smærri fyrirtæki.

Og stærri.  Og fjölskildur.  Og einstaklinga. 


mbl.is Svokallað „catch 22“ komið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski 69...

NKL (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 23:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

14-2

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2013 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband