Auðvitað gerðu þeir það

Assad & co eru bandamenn *Rússa.* Með Assad eru svo að auki Íranir, en ekki mikið, og Hisbolla, en með hangandi hendi.  Eina alvöru hjálpin kemur frá Rússum.

Andstæðingar Assads eru eitthverjir fyrrum hermenn og, ja, allir sem eru ekki Alavítar.  Sem eru ansi margir.  Og ISIS.

Veit ekki hvort Kúrdarbir eru á móti honum sérstaklega eða hvort þeir eru bara að nýta tækifærið.  Hann virðist ekki hafa verið neitt að taka þá fyrir sérstaklega.

Andstæðingar Assads eru *ekki* allir bandamenn USA.  Bara sumir.

Gleymum bara þeim sem taka ekki þátt.  Þeir eru heldur ekkert vopnaðir hvort eð er (á Sýrlandi eru 3.9 byssur per 100 íbúa.  Samanborið við td. Þýzkaland, þar sem eru 30/100).

Förum yfir andstæðinga Assads: (af wiki)

Liðhlaupar (FSA)

Islamic front Ø§Ù„جبهة الإسلامية‎ (Salafistar) 

Ajnad al-Sham

 

Mujahadeen.

- þessir berjast allir á *móti* ISIS, af hugmyndafræðlegum ástæðum.

Al Nusra berst bæði með þeim og á móti, eftir hvernig loftvogin lætur.

Svo er ISIS...

Þeir hafa mest aðallega verið að berjast hetjulega við algerlega óvopnað fólk utan meginátakasvæðanna.  Þar til þeir hittu PKK og Co.  Það fór illa fyrir þá.

Þeir eru studdir af Sádum, Tyrkjum, öllum sem trúa á wahabi-Islam.  Fjölmörgum sunni - meðal annars Hamas.

Af þeim stafar vopnuðum mönnum minnst hætta, þó fjölmiðlar vilji meina að þar fari besti bardagahópur síðan Waffen SS.

Svo er ekki.


mbl.is Réðust á bandamenn Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki allir sem eru ekki Alavítar séu á móti Assad. Andstæðingurinn er bara einn: Sunni Islam. Salafi, Wahabi og allir hinir eru bara hreyfingar innan Sunni Islam. Sunni Islam leyfir innbyrgðis fjölbreytni og þessir hópar eru ekki óvinir, þó Wahabi séu oft minna umburðarlyndir gagnvart öðrum Sunni múslimum en hinir hóparnir. Kúrdar eru með alls konar trú en meirihluti þeirra eru Sunni múslimar. Assad hefur reyndar aldrei farið á móti Kúrdum, sem er óvenjulegt í þessum heimshluta, svo ástæðan er líklega trúarleg. Sunni múslimarnir eru ekki allir að sækjast eftir lýðræði, heldur vilja margir koma Assad frá völdum vegna trúar hans og skapa Islamskt ríki. Múslimar, sama hvort þeir eru Sunni eða Shia, líta næstum allir svo á að Alavítar séu alls ekki múslimar. Sunni múslimum er þó ennþá verr við þá. Kristnir menn og aðrir minnihlutahópar vilja flestir hafa Assad áfram afþví þeir telja sig öruggari undir hans stjórn heldur en í því trúríki sem tekur næstum örugglega við ef blásið verður til kosninga.

Jóhann (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 18:11

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af þeim sýrlendingum sem eru að berjast, eru allir á móti Assad nema Kúrdarnir.  Sýnist mér.

Þeir sem ekki berjast skipta bara engu máli.  Þeir bara eru.

Svo eru þessar hreyfingar allar að berjast innbyrðis eftir einhverju flóknu kerfi sem ég nenni ekki að setja mig inni.  Það tekur því ekki. 

Ásgrímur Hartmannsson, 1.10.2015 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband