Missir í þeim

*Aðal­fund­ur Hægri grænna samþykkti ein­róma á aðal­fundi sín­um í dag að leggja flokk­inn niður og ganga til liðs við ný­stofnaðan stjórn­mála­flokk, Íslensku Þjóðfylk­ing­una.

Gátu þeir ekki valið aðeins minna krípí nafn á þennan flokk sinn?

*Í­Þ vill m.a. standa vörð um sjálf­stæði Íslands, taka upp rík­is­dal og hafn­ar hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi.

Skifta út einni krónu fyrir aðra eins...

*Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur Ísland úr Schengen,

Ágæt hugmynd.  Nema við viljum að Grikkir ráði því hverjir komast hingað.

*stór­efla lög­gæslu,

Þeir eru ekki að skora nein stig fyrir þá hugmynd hérna megin.  Til hvers?  Hverju á það að skila?

*al­menna skulda­leiðrétt­ingu

Þætti gaman að sjá áætlunina.

*en er al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi.

Það er vit í því.

*Það eru marg­ir ekk­ert ánægðir með hvernig fjár­mála­kerfið hef­ur yf­ir­tekið þjóðfé­lagið.

En það kaus fólk.  Vísvitandi.  Fólk vill ekki sjá frjáls viðskifti.

*Það eru marg­ir eru held­ur ekki ánægðir með það hvernig það virðast vera lausa­tök á t.d. þess­um flótta­manna­mál­um.

No shit?  Ég hef ennþá ekki hitt neinn sem skilur hvað ríkið er að pæla.  Hef heyrt af fólki sem vill hafa þetta svona, en aldrei hitt það.

*Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af því að það verði ann­ar skell­ur hérna,“ seg­ir Helgi... 

Ég er hissa á að hann skuli enn ekki hafa komið.

*Grunn­stefna flokks­ins er ein­stak­lings­frelsi, tak­mörk­un rík­is­af­skipta, gagn­sæ­an sjálf­bær­ann rík­is­rekst­ur (báknið BIRT), beint lýðræði, nátt­úru­vernd, friðsöm og hafta­laus milli­ríkja viðskipti.

Flest frekar nýir og framandi hlutir hér á landi.  Þeir keppa við pírata í beina lýðræðinu, alla hina flokkana í náttúruvernd.  Allt hitt eru nývirki.

*Mál­efni ör­yrkja og aldraða eru ætíð í fyr­ir­rúmi og stefnt skal að út­rým­ingu fá­tækt­ar á Íslandi,“ seg­ir í grunn­stefn­unni.

Þetta held ég að sé í grunnstefnu allra.  Í praxís er stefna allra að stuðla að örorku og viðhalda fátækt.  Viljandi eða fyrir heimsku sakir, veit ekki hvort.

*Þá vill flokk­ur­inn stór­efla lög­gæslu, land­helg­is - og toll­gæslu og auka þátt­töku Íslands í eig­in vörn­um.

Þetta er það sem ég set mest fyrir mig.

Fyrir mæer mega þeir draga enn meir úr löggæzlu, leggja tollinn niður og senda alla í landhelgisgæzluna, sem er alveg í svelti núna.

*Flokk­ur­inn vill enn­frem­ur upp­töku nýrr­ar mynt­ar (rík­is­dal) sem tengd verði Banda­ríkja­dal og af­nám verðtrygg­ing­ar.

Þá þyrfti hagstjórnin að vera góð hérna.  Sem hefur ekki verið raunin nokkurntíma. 

*Einnig vill flokk­ur­inn að regl­ur um fjár­mála­fyr­ir­tæki verið stór­hert­ar

Harðar reglur, eða góðar?

Harka eða gæði, ekki það sama.

*ÍÞ er hins veg­ar al­farið á móti því að mosk­ur verði reist­ar á Íslandi. Flokk­ur­inn vill að bann verði lagt við búrk­um, umsk­urði kvenna af trú­ar­leg­um ástæðum og skól­um íslam­ista á Íslandi. Þá hafn­ar flokk­ur­inn hug­mynd­inni um fjöl­menn­ingu á Íslandi en styður öfl­ug­ar aðgerðir til aðlög­un­ar þeirra sem setj­ast hér að.

Það mætti halda að þeir hafi verið að fylgjast með atburðum úti í heimi.


mbl.is Hægri grænir heyra sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna? Þetta hljómar eins og evróvision-loforðasöngvakeppni-plan ábyrgðarlausra kauphallarkeyptra aktivista? Hvers vegna eru þessir einstaklingar ekki löngu byrjaðir á hugsjónaframkvæmdunum, í sjálfboðavinnu fyrir samfélagsréttlætið?

Þurfa þeir að bíða með góðverkin þangað til þeir komast í klíkustjórnir Frímúrara-stúkustýrðu ráðuneytin, til að "fórna" sér og sínum störfum fyrir flokksklíku-"hugsjónina", sem á að bjarga almenningi?

Þetta er undarleg "hugsjóna"-tilkynning, svo ekki sé meira sagt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 20:05

2 identicon

Gott ef allir vitleysingarnir geta nú sameinast í einni fylkingu.

Jói Jóns (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 21:13

3 Smámynd: Aztec

Jói, flestir vitleysingarnir eru nú í Samfylkingunni, BF og Vinstri grænum. Svo eru einstaka bjánar hingað og þangað í hinum flokkunum, sem eru á þingi.

Aztec, 27.2.2016 kl. 21:48

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver kaus bankastjórnir og lífeirssjóðastjórnir, sem komast upp með að hertaka ríkisstjórnir og þjóðkjörin þing?

Hver kaus forseta Hæstaréttar Íslands?

Hver kaus Frímúrara-lögfræðinganna svikavef og blekkingar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 22:20

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Anna, ekki er allt samsæri frímúrara.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2016 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband