Pósturinn Páll þarf að spjara sig sjálfur

„Við höf­um talað fyr­ir því í tæp 15 ár, stjórn­end­ur hér hjá Póst­in­um, að það þjónaði ekki hags­mun­um Ísland­s­pósts að viðhalda þess­um einka­rétti."

Rangt.  Það þjónar hagsmunum íslandspósts, en engra annarra.

"þetta er fyrst og fremst spurn­ing um þann hluta þjón­ust­unn­ar sem stend­ur ekki und­ir sér. Og það er á svo­kölluðum „óvirk­um markaðssvæðum,“ þar sem eng­inn hef­ur áhuga á að sinna þjón­ust­unni,“ seg­ir Ingi­mund­ur."

Bara spurning um pening.

"Póst- og fjar­skipta­stofn­un ráð fyr­ir að hann gæti numið 200-400 millj­ón­um króna á ári.

Ísland­s­póst­ur seg­ir kostnaðinn hins veg­ar um 1 millj­arð, þar sem alþjón­ustu­byrðin í þétt­býli nemi 561 millj­ón­um króna."

Hverjar eru forsendurnar?

Í frum­varps­drög­un­um er gengið út frá því að ríkið muni greiða fyr­ir þá þjón­ustu sem tal­in er nauðsyn­leg og ekki hægt að veita á markaðsfor­send­um.

Hér er strax kominn vetvangur til að svindla eitthvað.  Ef ég þekki mitt fólk rétt, þ.e.a.s.

„Á Norður­lönd­un­um er bréfa­dreif­ing­in að lang­stærst­um hluta á hönd­um póst­fyr­ir­tækj­anna, þó það séu mörg ár frá því að einka­rétt­ur­inn var af­num­inn þar.

Hvernig gekk það?  Það er engin ástæða til að ætla að það gangi öðruvísi hér.

Er hægt að opna markaðinn og segj­ast ætla að koma á sam­keppni þegar Póst­ur­inn er í mik­illi yf­ir­burðastöðu með þetta dreifi­kerfi og þessa starf­semi?

Það er náttúrlega alltaf jafn neyðarlegt þegar einhverjir gaurar úti í bæ fara að bj+oða betri þjónustu fyrir minni pening en fyrirtæki sem er fjármagnað 100% af ríkinu, og aftur 100% af notkunargjöldum.

„Það er bara mats­atriði,“ svar­ar Ingi­mund­ur. 

Veruleikinn er bara matsatriði, segir Ingimundur.

Sum­ir vilja meina að fyr­ir­tæki í eigu rík­is­ins eigi erfiðara upp­drátt­ar í sam­keppni en önn­ur fyr­ir­tæki,“ seg­ir Ingi­mund­ur.

Svo er.  Þau hafa alltaf haft forgjöf, enginn hefur þurft að hafa fyrir neinu, bara vaðið í ríkissjóð ef eitthvað klúðrast.
Það er engin æfing í því falin.


mbl.is Breytt landslag á póstmarkaði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband