Eru þeir margir þar?

Ef svo er, hvers vegna?

Ef dísel-bílar væru skattaðir og tollaðir eins og bensínbílar, þá væru þeir ca 15-30% dýrari.  Fer eftir ýmsu.  Þetta eru sérhæfð fyrirbæri.  Þeir eru ekki skemmtilegir í akstri, þeir eru gerðir til að draga, og vinna lengi.

Og fólk allstaðar í evrópu er í fíflaríi að nota þá í snatt.

Ef díselolía væri skattlögð eins og bensín, þá væri hún dýrari-  svo er hér, við miklar óvinsældir.

Þar sem þetta tvennt kæmi saman, væri enginn að þvælast um á díselknúnum bílum nema þeir sem þess þyrftu.  Og þá væri enginn að segja að það þyrti að banna þá sérstaklega.


mbl.is Borgarstjóri vill banna díselbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Ef þú heldur að þeir geti ekki verið skemmtilegir í akstri þá er langt síðan þú hefur keyrt diesel bíl. Þeir gerbreyttust í kringum 2000 með tilkomu "Common rail" dieselvéla og margir dieselbílar í dag standa í engu að baki og jafnvel miklu framar en bensínbílar. En dieselvélin í fólksbílum er samt dauðadæmd. Framleiðendum hefur ekki tekist að koma böndum á mengunina frá þeim og skaðinn sem þeir valda sérstaklega í þéttbýli er allt of mikill og þess vegna verða þeir að víkja.

Einar Steinsson, 11.10.2017 kl. 18:28

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Seinasti díesel-bíll sem ég ók var Nissan Navarra.  Sá bíll var aðeisn ska´rri en Hiluxinn sem ég ók rétt áður - en báðir voru of slow fyrir minn smekk.  Sérstaklega Hiluxinn.
Þar áður prófaði ég Micru.  Sá bíll var OK, en ég hefði frekar þegið bíl með stærri bensínvél.  Fyrir snerpuna.
Þar áður var það Ssang Yong Korando og Rexton - þar höfðu hlutir farið illilega úrskeiðis.
Svo var það BMW X1, sem var ferlegur bíll í alla staði.  Svo var það þessi Land Rover defender, sem var nokkuð góður, en hefði verið miklu betri með bensínvél.
Sama ár prófaði ég 120 Cruiser, sem hljómar eins og traktor og tekur eins við sér.

Þar áður var það Chevrolet Malibu.  2.2 Fiat held ég hafi verið undir húddinu á þeim bíl.
Allt í lagi, en ekki á snattið.
Þar áður var ég að vinna á Ford Transit.  Óttalegir balar.

Nú er ég á 19 ára bíl með bensin 4.6 V8, sem er betri en allt þetta dót.  Þýðari, sneggri, eyðir ekkert miklu.

Nei, dísel höfðar ekki til mín.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2017 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband