Einn ódýrasti ellimannabíllinn

Oldsmóbílarnir kosta allir 4 milljónir og yfir, og eru ekkert allir með drif á öllum.  PHEV er með drif á öllum, læst meira að segja.  Bara einn takki, og þá byrjar annar mótor.

Rav4 er dýrari, og 4x4 systemið hættir að virka ef maður ekur hraðar en 30-40.  Sem er rangt á svo marga vegu...

PHEV er ekker besti 4wd oldsmóbíllinn, en mest "magn af bíl" fyrr peninginn.

Skoda Kodiak er betri.  Kia Sportage er betri.  BMW X5 er betri - en kostar líka eins og hús.

Svo eru díesltýpur, en maður á ekkert að vera að hugsa um svoleiðis ef maður er ekki leigubílstjóri.

Og svo er þetta orð: "vistvænt."

Right... merkingarlaust slagorð.  '66 módel Mustang er vistvænni.


mbl.is Outlander langvinsælastur meðal vistvænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að tala um "hybrid" og "plug in hybrid" bíla sem vistvæna bíla er auðvitað út í hött. Enn hefur ekki verið framleiddur  slíkur bíll sem eyðir minna af jarðefna eldsneyti en samskonar bíll með bensín- eða dísil vél.

Þetta miðast auðvitað út frá raunkeyrslu þessara bíla. Á pappírum eyða þeir minna, enda forsendur allar settar þannig upp að meirihluti akstursins er á rafmagninu einu saman. Raunveruleikinn er allt annar.

Eina leiðin til að standast þau viðmið um eyðslu, sem framleiðendur gefa upp, er að notkun bílsins sé einungis stuttar vegalengdir og hellst einungis yfir sumartímann. Kannski nokkuð dýrt að kaupa bíl fyrir margar milljónir til þess eins.

Framleiðendur eru því ekki að ljúga að fólki, þegar þeir setja fram sínar tölur um eyðslu þessara bíla, nota hins vegar forsendur sem ekki standast í raunveruleikanum og alls ekki hér á landi, þar sem veðurfar er kaldara og vegir lagðir yfir fjöll í stað þess að fara gegnum þau.

Þá er rétt að benda á að 4x4 hybrid bílar eru yfirleitt þannig búnir að annar drifásinn er knúinn rafmagni en hinn bensíni. Þ.e. nægt rafmagn þarf að vera á rafgeymum og nægt bensín á tanki, ef ætlunin er að aka í fjórhjóladrifi.

Gunnar Heiðarsson, 4.1.2018 kl. 19:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrir okkur, íslenska neytendur kemur þetta vel út, því fíflin rukka okkur minna fyrir hybridið, svo við fáum talsvert betri bíl fyrir peninginn.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2018 kl. 22:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Og Ásgrímur minn, svo ég rukki þig um öll svörin, hvað hefur þú fyrir þér með palldómi þínum um Skoda jepplinginn??

Mat á bílum er jú ekki háð pólitísku mati.

Og spurningin því ekki spurð í gegnum pólitísk gleraugu, heldur einföld þrá um að vita betur.

Frúin ætlaði nefnilega að fjárfesta í Skoda jepplingnum eftir 2-4 ár.

Og ég veit ekki meir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.1.2018 kl. 22:53

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er búinn að reynzluaka allar gerðir.
Þannig veit ég.
Þannig er mín pólitíska skoðun nú lika til komin.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2018 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband