Ég hef einfalda lausn:

Lækkið þá bara skattana.  Tekjuskattinn, til dæmis.  Eða fellið hann niður.

Eða fellið niður eitthvað af tollnum, eða þá alla.

Eða lækkið söluskattinn, eða fellið hann niður.

Eða losið okkur við vörugjöldin.

Eða afnemið kolefnisgjaldið.

Allt þetta mun auka kaupmátt, sem er það sem við launþegar erum í raun að sækjast eftir.  Okkur er í grunninn sama hvað launin heita.

Auðvitað þarf viss minnihluti að færa fórnir: það má alveg hætta með 80-100 allra nefnda, og leggja niður 2-5 ráðuneyti.  Fólk verður bara að sætta sig við alvöru vinnu í staðinn, jafnvel með alvöru laun líka.


mbl.is Dýrt að hækka laun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nýr söngur að peningum sem ætlaðir eru í samrekstur þjóðfélagsins sé beint í að bæta kjör launþega frekar en að fyrirtækin standi straum af kjarabótunum. Sjómenn fengu á sínum tíma sinn sjómannaafslátt svo útgerðirnar þyrftu ekki að greiða eins mikið í laun. Og ríkið hefur í tengslum við kjarasamninga hækkað ýmsar bætur til að launþegar sættu sig við minni hækkanir launa. Skattar eru með því lægsta sem þekkist á norðurlöndum svo kaupmáttur sé hár án verulegs álags á fyrirtækin.

 Þegar ríkið gefur eftir tekjustofna eða hækkar bætur þarf einhverstaðar að skera niður, með tilheyrandi áhrifum á gæði þjónustunnar sem ríkið býður þegnunum. Aurabusiness nefnda dugar skammt þegar skera þarf niður um milljarða. Það kostar nærri þrjá og hálfan milljarð að auka kaupmátt hvers Íslendings um 10.000 krónur á ári. Það er rekstur Landspítalans í 3 vikur.

Gústi (IP-tala skráð) 19.4.2018 kl. 17:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á meðan hver skattur hér er kannski ekki mjög hár (reyndar er söluskatturinn hér með hæsta móti) þá höfum við fleiri skatta og gjöld en aðrir.  Sem gerir hlutfallið hærra þegar allt er saman tekið.  Sem gerir umsýzluna dýrari.  Og hún er þegar ansi hátt hlutfall af þessu.

Ríkið sjálft er svo nú þegar svo umfangsmikið og beinlínis til trafala að enginn myndi sakna helmingsins af því.  Heilu ráðuneytunum er ofaukið, eins og ég benti á.

Svo mikið má grisja af ríkinu án þess að annað en gott yrði af.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2018 kl. 23:29

3 identicon

Reyndar bentir þú ekki á neitt sem mætti fara. Þú komst bara með órökstuddar fullyrðingar. Það er auðvelt að fullyrða að einhverju óljósu megi sleppa og þá sparist fullt af pening. Og stóri gallinn við flestar þínar fullyrðingar er að þær byggja á einhverju sem þú heldur en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Samanburð á skattlagningu norðurlandanna er auðvelt að finna á netinu og því óþarfi að vera að bulla.

Gústi (IP-tala skráð) 20.4.2018 kl. 14:23

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: Reyndar bentir þú ekki á neitt sem mætti fara.

*það má alveg hætta með 80-100 (gleymdi % merkinu) allra nefnda, og leggja niður 2-5 ráðuneyti. 

Lastu þetta ekki?

Q: Þú komst bara með órökstuddar fullyrðingar.

Þú hefur líka aðgang að internetinu, og þar með getur þú líka rennt yfir fjárlögin og séð. 

Q: Það er auðvelt að fullyrða að einhverju óljósu megi sleppa og þá sparist fullt af pening.

Það er ekkert óljóst.

Q: Og stóri gallinn við flestar þínar fullyrðingar er að þær byggja á einhverju sem þú heldur en eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Eru fjárlögin og ríkið ekki til?

Q: Samanburð á skattlagningu norðurlandanna er auðvelt að finna á netinu og því óþarfi að vera að bulla.

Nú skalt *þú* leita og sýna.  Ég vil sjá það allt sundurliðað: tekjuskatt eignaskatt, söluskatt, tolla, tryggingagjöld.  Alla jaðarskattana - hvort þeir eru til staðar eða ekki.  Allt afar áhugaverðar uplýsingar er ég viss um.  Finndu það, og ég skal taka ofan hatt minn fyrir þér.

Annars máttu hundur heita.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2018 kl. 01:01

5 identicon

Að endurtaka fullyrðingarnar sannar þær ekki og gerir ekkert ljósara um hvað þú ert að tala.

Á ég að lesa fjárlögin og sjá á einhvern undraverðan hátt hvað það er sem þú telur óþarfa en neitar að segja hvað er? Á ég að fara að finna það sem þú segist hafa en neitar að birta? Þarf mamma þín að brytja fyrir þig líka og reima skóna?

Og störf hvaða ráðuneyta á að leggja niður? Velferðarráðuneytisins? Menntamálaráðuneytisins? Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins?

Vinna þessar nefndir óþörf verk? Örorkunefnd? Fjárlaganefnd? Rannsóknarnefnd Alþingis? Endurupptökunefnd?

Gústi (IP-tala skráð) 21.4.2018 kl. 05:06

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú ert ekki einu sinni að reyna að hrekja neitt.  Þú ert bara að segja "nei þetta er ekki svona því ég held það."

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2018 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband