Jólalög

Veltum um stund fyrir okkur einhverju öðru en leiðinlegu og niðurdrepandi dægurþrasi og jafnvel enn meira niðurdrepandi fréttum af pólitík og öðrum hörmungum.

Tölum um jólalög.

Jólalög þurfa ekkert nauðsynlega að vera andstyggilegasta tónlist sem boðið er uppá, þó flestir trúi öðru.  Hún þarf heldur ekkert að vera úr takti við alla jólastemmingu og allt sem jólin standa fyrir, þó margir haldi annað.

Nei.  Jólalög geta verið upplífgandi og uppbyggileg og þrungin merkingu og jákvæðum boðskap.

Hér er eitt besta jólalag heims, samið af jólalegustu hljómsveit jarðar: Gorgoroth:

Með einhverjum kristilegum skírskotunum, meira að segja.

gorgoroth_black-personil

Hér eru þeir.  Sjá, þeir líta út alveg nákvæmlega eins og maður sér fyrir sér svona týpíska jólasveina.  Jólasveinar sem halda mikið uppá KISS, augljóslega.

Hér er einmitt einstaklega jolalegt lag með KISS og einhverju bandi frá fjarskanistan sem heitir Momoiru Clover Z, sem er eitthvað sem er til:

Meðfylgjandi myndband er litríkt og furðulegt og jólalegt og örugglega fullt af öðrum hlutum.

Þú getur náttúrlega gert marga verri hluti yfir jólin en að hlusta á KISS.  Eins og t.d. fengið stólpípu.

En aftur að jolalögunum:

Fátt kemur manni í betra stuð fyrir hátíðarnar en Mayhem.  Svo er textinn líka svo hugljúfur, eins og Mayhem eru og hafa alltaf verið þekktir fyrir.

Svo er hér eitt fyrir þá sem eru vanir útsendingum jólarásarinnar, eins og hún var hér í denn:

Jóla!  Þegar Jólarásin spilaði allt nema jólalög.  Góður tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband