Er pólitík í pólitíkinni?

Nei nú dámar mér.

"Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar og odd­viti Pírata, seg­ir kröfu Hild­ar Björns­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri víki sæti úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niður­stöður innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um bragga­málið svo­nefnda lykta af póli­tískri spila­mennsku og neit­ar að taka þátt í leik­riti Sjálf­stæðis­flokks­ins."

En það er alveg rétt hjá Hildi að fara fram á þetta.  Á allan hátt.

"Henni finnst und­ar­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi ein­róma samþykkt skip­an hóps­ins á fundi borg­ar­ráðs"

eða:

"Hild­ur hef­ur áður sagt að minni­hlut­inn hafi gert at­huga­semd­ir við skip­an hóps­ins strax í upp­hafi og Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, hef­ur einnig talað á sömu nót­um"

Hvorum skal trúa?  Ja, ef við metum vitnin, þá er borgarstjórnarmeirihlutinn núna þekktur af ýmsum glæpum, lygum og yfirhylmingu, en Hildur og Vigdís ekki.

Svo ég held ég trúi frekar Hildi og Vigdísi.


mbl.is Lykti af pólitískri spilamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Held ég stndi bara líka með þér, Ásgrímur;-)

 Þetta er hið versta mál.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2019 kl. 01:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auli þessi Dóra Björt, for­seti borg­ar­stjórn­ar og odd­viti Pírata, þrátt fyrir yfirlýsingar flokks hennar um pólitískan heiðarleika, gagnsæi m.m., er hún hér á fullu í pólitískri samtryggingu með fjármálaglæfrum og siðspillingu kattarþvottar-meistarans Dags B.

Jón Valur Jensson, 6.1.2019 kl. 02:23

3 identicon

Það kemur ekkert á óvart að píratar eru alveg jafn spilltir og hinir vinstri flokkarnir, það var alltaf vitað og er þetta enn ein sönnunin. Þessi pírati er hræddur um að tapa þægilegu vel borguðu vinnunni sinni og mun því gera hvað sem er til að halda í stólinn, þetta er klassísk vinstri mennska.

Halldór (IP-tala skráð) 6.1.2019 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband