Lag dagsins

Sir Vince Ca­ble, leiðtogi breska Frjáls­lynda demó­krata­flokks­ins, seg­ir bú­ferla­flutn­inga Ratclif­fe „veru­lega kald­hæðnis­lega“, en Ratclif­fe var í hópi þeirra sem studdu út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu...

Hvað kemur það málinu við?  Hækkuðu skattarnir á hann við það?  Hvernig var það samtengt?


mbl.is Ratcliffe flytur frá Bretlandi vegna skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann ætlar greinilega ekki að yfirgefa Evrópusambandið þó aðrir Bretar þurfi að gera það.

Vagn (IP-tala skráð) 17.2.2019 kl. 21:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mónakó er ekki í EB.  Það er í "European council" sem er ekkert það sama.  Svipað, venn diagramið liggur alveg saman, en ekki EB.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2019 kl. 15:15

3 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Mónakó er samasem í ESB. Furstadæmið hefur samninga við Frakkland sem gera það nánast að frönsku héraði, nema í skattamálum. Þar gildir evran og fjórfrelsið. Ratcliffe vill auðvitað hvergi borga skatta og er því hvergi glaðari en í paradís skattsvikara og þjófa. Þetta er aðeins eitt dæmi um yfirgengilega hræsni og fyrirlitningu breskra milljarðamæringa á breskum almenningi. Þeir vilja neita hinum almenna Breta um alla þá kosti evrópusamvinnu sem þeir sjálfir ætla að njóta eftir sem áður. Megi þeir hvergi þrífast.

Sæmundur G. Halldórsson , 18.2.2019 kl. 22:19

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú myndir gera það sama í hans sporum, viðurkenndu það bara.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2019 kl. 15:45

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Hvaða máli skiptir það hvað ég myndi gera? Reyndar hegða ég mér ekki eins og þessi skítseyði, en það er annað mál. Hræsnin felst í því að þessi Ratcliff notar auðæfi sín til að berjast fyrir úrsögn Bretlands úr ESB, sem sviptir milljónir Breta möguleikanum til að fara til náms, leita að starfi eða setjast að í allri Evrópu, fyrir utan allar aðrar hremmingar sem af þessu hljótast. Sjálfur ætlar hann að njóta alls þess sem ESB hefur upp á að bjóða fyrir sig og sína fjölskyldu. Menn hafa verið skotnir af minna tilefni! Þessir menn haga sér eins og franski aðallinn fyrir tíma fallaxarinnar. Snobbhaninn Jacob Rees-Mogg er róttækur Brexiter, en gerði það sama: flutti fyrirtæki sitt til Dublin inn á ESB og evrusvæðið! Höfuðpaurinn fyrir allt þetta, Nigel Farage, tók síðan þýskt ríkisfang til viðbótar við hið breska til að verða ekki fyrir þeim óþægindum sem hann er búinn að kalla yfir samlanda sína. Annað eins samansafn af lygurum og hræsnurum eins og þessir Brexit forkólfar hafa reynst vera er vandfundið!

Sæmundur G. Halldórsson , 19.2.2019 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband