Tími er peningar

Það tekur enga stund að rúnta einhverja 250 km, sem er það sem beztu rafbílar komast núna.  Að því loknu er einhver bílaleiga ekkert í stakk búin að tapa 5 klst leigutekjum í einhverja bið eftir hleðzlu.

Fyrir mann í venjulegri vinnu sem er samt svo óvenjulegur að ferðast alrei út fyrir borgarmörkin virkar alveg að vera á rafbíl.

Einhverjar hleðzlustöðvar myndu henta þeim kauða vel.

Annars nenna fæstir að hanga í fleiri klukkutíma eftir hleðzlu.  Þetta þarf að laga einhvernvegin.  Á einhvern hátt sem veldur ekki eldsvoða, eins og hjá Tesla.


mbl.is „Það gengur illa að halda þeim í leigu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög hugsi yfir öllu þessu tali um lithium rafhlöður en mér virðist að þær verð notaðar næstu 5-6 árin í lítið breyttu formi þar sem kópalt er notað í katóðu rafhlöðunnar.

Rétt væri fyrir alla sem eru að mæla með notkunn slíkra rafhlaðna að skoða hvernig barnaþrælkun á alþýðulýðveldinu Kongo er við vinnslu kóbaltsins.

Frekar ættu íslendingar að spara utanlandsferðir sem kostur er því að fyrir bensínbíl sem eyðir 10 l á hundraði og ekið er 16000 km á ári þarf að gróðursetja um það bil 34 tré en einn skot túr til Lundúna fram og til baka eru það 240 tré.

allidan (IP-tala skráð) 4.6.2019 kl. 20:26

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki nóg með að lengi sé verið að hlaða bílinn, það getur tekið enn meiri tíma að komast að hleðslunni.

Tökum sem dæmi Staðarskála. Þar stoppa hundruðir bíla á hverjum degi og ef allir ættu að geta keyrt beint að hleðslustöð, svo biðtími verði eins stuttur og hægt er, þyrfti að setja þar upp tugi hleðslustöðva. Reyndar er Staðarskáli nokkuð vel í sveit settur, spennuvirki Landsnets stutt frá og því hægt að leggja nægjanlega öflugan streng fyrir hóflegan pening. Það á hins vegar ekki við á mörgum öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Gæti til dæmis orðið nokkuð dýrt að setja upp margar hleðslustöðvar í Freysnesi, við Gullfoss og Geysi, svo einhver dæmi séu tekin.

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2019 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband