Umhverfisverndarsamtök eru alltaf til í að borga fyrir vitleysu

For­svars­menn sæ­strengs­verk­efn­is­ins Atlantic SuperConn­ecti­on von­ast til þess að skömmu eft­ir að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu, [...] geti haf­ist virkt sam­tal á milli þeirra og breskra stjórn­valda um form­leg­an stuðning við verk­efnið.

Ef bresk stjórnvöld eru ekki til í að borga fyrir strenginn, er enginn gróði af þessu.

Full­trú­ar Atlantic SuperConn­ecti­on hafa átt fjölda funda með hags­munaaðilum hér á landi að sögn tals­manns­ins. Meðal ann­ars með ráðherr­um fjög­urra ráðuneyta, full­trú­um flestra stjórn­mála­flokka og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um.

Veit ekki hvort ráðamenn gera sér grein fyrir að planið er að flytja *vinnu* úr landi.  Ekki að það virðist skifta það fólk neinu máli svosem...

Hversu háum fjár­hæðum hef­ur þegar verið fjár­fest í þessu verk­efni? Hversu mikl­um fjár­mun­um hef­ur verið safnað til þess að fjár­magna það?

Við erum sann­færð um fýsi­leika verk­efn­is­ins og að það verði mjög hag­stætt fyr­ir bæði lönd­in.

Rrrrrriiiight.

Fyrirbæri sem ber sig ekki öðruvísi en með styrkjum er einhvernvegin fýsilegt fyrir almenning einhversstaðar.

Og svín geta flogið.

Hafa verður í huga að gert er ráð fyr­ir að Bret­land yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið inn­an níu vikna og þá, að öll­um lík­ind­um, reglu­verk sam­bands­ins um orku­mál.

Það eru góðar fréttir.


mbl.is Vonast eftir stuðningi við sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband