Pósturinn vs. smygl-gengi

Pósturinn er ríkisöfyrirtæki. Þeir kalla hann "OHF" núna, vegna þess að bókhald.  Ríkið getur aldrei haft neitt einfalt.

Á hverju ári versnar þjónusta póstsins, og hún verður dýrari.  Er núna tvöfalt dýrar, að minnsta kosti, en fyrir 2 árum.

Eiturlyfja-smygl gengi eru ólögleg.  Á hverju ári teklur ríkið marga meðlimi þeirra fasta, stelur af þeim varningnum og eyðir honum (í þágu kolefnisfótspors er ég að ímynda mér) og veldur hjá þeim hverskyns öðrum búsifjum.

Á hverju ári verða eiturlyf ódýrari, og þjónsutan við neytendur betri.

Hmm...

Hvað ef við gerðum póstsendingar ólöglegar, og færum að lobbýa fyrir "póstlausu íslandi fyrir 2050" og vera með allskyns forvarnir og vesen.  Þá gæti svo farið að póstsendingar yrðu ódýrari og þjónustan myndi aftur batna.

Rök með:

Þetta væri allt í einu allt skattfrjálst, sem þýðir:
1: lægri kostnaður á starfsmann sem nemur auðveldlega mánaðarlaunum á mann. 
2: ~20% af sendingarkostnaði er matarskattur.
3: ekkert kolefnisgjald
4: engin sérstök gjaldagjöld, því ef þessi glæpon er og dýr þá snýr maður sér bara að næsta (samkeppni, sko)
5: VISA/Mastercard er ekki kostnaður lengur, af augljósum ástæðum
6: aukinn metnaður vegna þess hve auðvelt er að fara í samkeppni.

Eins og er, þá býst ég sterklega við að pósturinn versni bara.  Það verður farið að svara kostnaði og veseni að bera bara pakka með sér í farangrinum fyrir vini og vandamenn eftir ekkert langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband