Hver annar á að borga?

"Verktakar vilji velta umsömdum kostnaði á borgarbúa" (sic)

Veit borgarstjórn Reykjavíkur ekki hvernig fyrirtækjarekstur gengur fyrir sig?

Sennilega ekki, miðað við hvernig hefur gengið hjá þeim síðan 1994.  Hvernig spyr ég.


mbl.is Vilji velta umsömdum kostnaði á borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Útúrsnúningur. Það er grundvallarmunur á því hvort Reykjavíkurborg (og þar með allir skattgreiðendur hennar) þurfa að borga fyrir verkefni, eða hvort verktaki þarf að gera það. Þótt sá kostnaður lendi vitanlega (að hluta) hjá kaupendum, sem eru borgarbúar, hefur það engin áhrif á þann stóra hóp fólks sem eru borgarbúar en hafa ekkert með íbúðakaup í Vogabyggð að gera.

Ég spyr, eins og þú, hver annar á að borga en einmitt þeir sem njóta góðs af þessum íbúðum?

Alexander (IP-tala skráð) 9.10.2019 kl. 19:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég vil taka undir með ykkur báðum.

Verktaki veltir auðvitað öllum kostnaði á kaupanda. Að sjálfsögðu. Hann er ekki rekinn fyrir frjáls framlög frá einhverjum öðrum.

Borgin veltir svo öllum þeim kostnaði sem lög heimila yfir á verktaka og þar með kaupendur. Það er eðli hins opinbera, alltaf. 

Eftir stendur að uppbygging er mikið happdrætti fyrir verktakana. Kannski flykkjast að ríkir kaupendur sem borga hvað sem er fyrir staðsetningu og útsýni hvaðeina. Kannski selst ekkert og verktakinn fer lóðbeint á hausinn (og hefur sennilega séð að stefni í og byrjar því að sprikla eins og ufsi á bryggju núna, alltof seint).

Geir Ágústsson, 9.10.2019 kl. 19:12

3 identicon

Hefur ekki annars gengið ágætlega í borginni síðan 1994? Ekki vil ég fara aftur til þess tíma þegar leikskólapláss taldist munaðarvara, frístundastyrkir voru ekki til, strætisvagnar gengu á hálftíma fresti, grunnskólar voru tvísetnir, Laugavegurinn var draugagata, hlutfall ungmenna sem reykja daglega var sjöfalt á við nú (21% vs 7%),...

Mönnum hættir til að mála skrattann á vegginn og yfirsjást þegar vel gengur. Sérstaklega ef þeir sem héldu um valdataumana á meðan voru í hinu liðinu ;)

Alexander (IP-tala skráð) 9.10.2019 kl. 19:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Held að flestum landsmönnum sé ljóst að hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps viti nákvæmlega ekkert um rekstur, hvort heldur þar ræðir rekstur fyrirtækja eða annars.

Hitt er spurning, hvers vegna verktakinn var að kaupa þessa lóð til að byggja á henni, vitandi að svokallaður innviðaskattur væri tengdur henni.

Og svo má velta fyrir sér hvernig sveitarfélag getur brotið lög með lagningu skatts, sem samkvæmt stjórnarskrá má einungis ákveða innan sal alþingis. Það má vissulega láta dómstóla skera úr um.

Gunnar Heiðarsson, 9.10.2019 kl. 20:45

5 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Lóðaverð má aldrei vera hærra en "LóðarKostnaður"!! = "Eðlileg Gatnagerðargjöld"!

Fínt að nota viðmiðun frá því
"AÐ ALLIR SEM VILDU GÁTU FENGIÐ ÚTHLUTAÐ LÓÐ Á EÐLILRGU VERÐI!

Þegar Davíð kom og breytti gerspilltu fyrirkomulagi frá síðustu úthlutun td Kvíslahverfi, þar sem aðeins "Heppnir" fengu úthlutað og gátu grætt og selt í það að vera ekkert mál, fyrir alla sem vildu byggja sjálfir án "RÁNYRKJU":

BREYTINGIN VAR ÓTRÚLEG!
KOMDU BARA OG KÍKTU Á HVAÐA LÓÐIR ERU LAUSAR! í Grafarvogi, á normal verði!!

Þessi er farin, en ef þú vilt er lóðin til hliðar, eða á móti, eða einhver önnur í næstu götum kannske enn laus!! Á EÐLILEGU VERÐI!

Davíð er að setja borgina á hausinn sagði úrtöluliðið!

Ekki aldeilis,skattarnir streymdu og fólk fékk von á ný! Lóðirnar ruku út.

Eftir Davíð hrundu vonir almennings og ólukkumanneskjan Ingibjörg tók við!

Geldinganesið var næsta plan á lóðaúthlutun fyrir almenning, en því miður nýja vandræðafólkið (Ingibjörg Sólrún) eyðilagði og stoppaði möguleikann fyrir sauðsvartan almenning til að koma sér þaki yfir höfuðið á eðlilegu verði!!!

Síðan hefur sauðsvartur almenningurinn ekki átt séns í að fá úthlutað lóð á eðlilegu verði!

Fasteignaheildsalar sleiktu heldur betur útum og hreiðruðu vel um sig!

Bergþórusonurinn sá svo um áframhaldandi eyðileggingu byggingarmöguleika sauðsvarts almennings, yrði áframhaldandi, nauðsynlegur möguleiki öllum landsmönnum til hagsbóta!

Auðmennirnir,jafnvel,tugthúslimir" voru ekki seinir á sér og flýttu sér að nýta frábært tækifæri,og vænlegt peningalegt kött klöppuðu!

Ótrúlega og ömurlega Staðreyndin sem almenningur upplifir á eigin skinni, er að með þessu óþjóðholla fólki, sem með ótrúlegum hætti stýrir borginni, þá það nánast ekki séns fyrir almenning að byggja hús yfir sig og fá leigulóð á eðlilegu verði!
Talaðu bara við "Fasteignaheildsalann!!

Kolbeinn Pálsson, 9.10.2019 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband