Til er fordæmi

kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu að Lilja hefði brotið jafn­rétt­is­lög

Hvað var gert þegar Jóhanna Sigurðar braut jafnréttislög?

Flettið því upp, gerið það sama.  Þannig virka réttarríki.


mbl.is Sá ekki ástæðu til að víkja frá niðurstöðu nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getum við fengið tengil hjá þér á hvað var gert?

Það er alltaf betra að styðja skrif sín með heimildum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2020 kl. 21:58

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hér: https://www.visir.is/g/2012120629936

"Anna Kristín Ólafsdóttir, fékk í dag dæmdar 500 þúsund krónur, í miskabætur frá ríkinu."

RÚV ber saman:  https://www.ruv.is/frett/forsaetisradherra-braut-jafnrettislog

Við sömu leit fann ég þetta gleymda mál: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/29/ogmundur_braut_jafnrettislog/

"Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála hef­ur úr­sk­urðað að Ögmund­ur Jónas­son dóms­málaráðherra hafi brotið jafn­rétt­is­lög í fyrra þegar hann tók karl fram yfir konu í embætti sýslu­manns á Húsa­vík."

Það eru einhverjar bætur, en annars eru engin viðurlög. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2020 kl. 15:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómstólar dæma auðvitað bara um þær kröfur sem aðilar máls gera og í þessu tilviki sem þú vísar til var aðeins farið fram á bætur en ekki annað. Ef sá sem höfðar málið krefst ekki ógildingar á ráðningunni þá stendur hún óhögguð þó bætur séu greiddar.

Það rétt að almennt eru ekki viðurlög við broti sem þessu. Reyndar er heimild í jafnréttislögum til að sekta fyrir brot á þeim, en það hefur enga þýðingu þegar sá brotlegi er ráðherra að leggja á hann sekt sem greiðist úr ríkissjóði í ríkissjóð. Hagkvæmara að sleppa því bara.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2020 kl. 15:34

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekki öðru fram.

Það eru engin viðurlög.  Bætur eru alltaf greiddar af ríkinu.

Ergo: lögin eru svo sem dauður bókstafur fyrir hverjum sem gerist brotlegur.

Svo láta allir eins og þetta sé eitthver skandall.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2020 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband