Kominn á eftirlaun

Ekki það að það sé erfitt að vera einræðisherra í kommúnistaríki.  Maður bara passar uppá að vera með nógu sýnilega löggæzlu og viðheldur það mikilli almennri eymd að fólk hefur ekki afl til að rísa upp.

Kennedy á stóran þátt í að þessi gæji tolldi við völd jafn lengi.  Seti á landið viðskiftahömlur sem eru enn við ýði, sendi honum svo innrásarlið sem fólk gat komið sér saman um að væri illt, og reyndi að halda einræðisherranum sem var á undan, og mjög óvinsæll við völd.  Ekki endilega í þessari röð.

Eða var það hinn gæinn sem setti viðskiftabannið á?  Man ekki.  Var ekki þar.

Hugsum okkur nú eitt augnablik hvernig heimurinn væri ef Kastró og có hefðu fengið að taka völdin óáreittir, og svo hefðu engar viðskiftahömlur verið settar á.  Þá er ekki víst að sovétið hefði komið jafn sterkt inn og raunin varð, og enginn myndi nú kannast við neina flugskeytadeilu.

Sumir hafa mjög rómantískar hugmyndir um þennan mann.  En, þetta er einræðisherra sem komst til valda í blóðugri byltingu.  Og fólk hefur mjög rómantískar hugmyndir um Kúbu.  Það er landið þaðan sem fólk syndir á uppblásnum flekum í von um að komast í eitthvað slömm í USA.

Já, en heilbrigðiskerfið þar er betra, segja sumir, og vitna í M. Moore.  Allt í lagi, gott og vel, en allt hitt er slíkt að fólk er til í að synda þessa 200 kílómetra til Flórída.  Hverskonar paradís er það? 


mbl.is Kom fáum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara ja hérna eitthvað átt þú eftir að lesa þér til  í sögunni,meira ætla ég nú ekki að skrifa nema það að .::VIVA CASTRO.ekki meir um Castro frá mér,og hafðu það fínt góði.Jú annars við Castro erum komnir í frí.

Númi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Útskýrðu nú.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2008 kl. 15:41

3 identicon

Þær upplýsingar sem við höfum að ég held um Kúbu,koma frá bandarískum fréttastofum og hljóta því að vera einlitar,en við Castró erum ellibelgir og erum endanlega komnir í frí.

Númi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem ég veit um Kúbu: þaðan flýr fullt af fólki á varadekkjum; þar er allt skítugt, því enginn fær greitt fyrir viðhald - allt er eign ríkisins, og allir eiga ríkið, og það sem allir eiga, það á enginn.  Það er skilda að mæta til að hlusta á grautfúlar ræður Kastrós.  (gæti verið ástæða fólksflóttans). 

Það breytist ekkert á Kúbu fyrr en Kastró hrekkur uppaf.  Það verður bara að koma í ljós hvað þá verður.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.2.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband