Refsað fyrir allt

Þá á að refsa manni bæði fyrir að gefa stefnuljós, og fyrir að gefa þau ekki.  Frábært.

Í eyjum komst ég upp með að stunda þá sjálfsögðu kurteisi sem stefnluljósanotkun er, og aldrei var flautað á mig.  Nei nei, allt fór fram með friði og spekt.

Svo kem ég til Borgar Óttans...

Ég var á akstri eftir Borgarholtsbraut, ef ég man rétt, á leið yfir brúna þarna við Kringluna.  Ég gaf stefnluljós því ég hugðist skifta um akrein.  Ég sá ekkert í hliðarspeglinum, og tek því beygjuna.  Þá er flautað.  Mikið og frekjulega.  Og ég lít aftur í spegilinn, og svo við, og sé þá út um afturgluggann havr gæjinn sem ætlaði að taka frammúr mér er kominn uppá grasið.

Helvítis fíflið sá blikkið, og tók það sem eitthvert merki til sín um að taka frammúr mér.

Og þetta er ekkert einsdæmi.  Ég lenti í 3 svipuðum málum í sömu vikunni nú fyrir 2 mánuðum.

Þér er refsað ef þú gefur stefnuljós, og nú á líka að refsa manni fyrir að gefa þau ekki.

Hvað skal þá gera?

Ókey.  Ég gef bara mín merki og keyri bara á helv. gerpin! 


mbl.is Fylgst verður með notkun stefnuljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband