Það er 1400 vél í bílnum mínum.

Ég held hann komist ekki upp í 76.  Ekki á verulegs tilhlaups amk.

En þessi vegur ræður alveg við þetta.  76?  Núna anno domini 2008, sem er í framtíðinni samkvæmt kvikmynd sem ég sá um daginn, þá ráða bílar alveg við að tolla á veginum á 76.  Og það eru í þeim elektrónískar tölvuheilastýrðar ofur bremsur sem geta stoppað bílinn í styttri leið en tók bíl að stoppa úr 50 þegar lögin voru samain.  Sem var á 14 öld.

Hitt er annað mál: hvað í dauðanum er hraðbraut að gera inni í miðju íbúðarhverfi?

Hvaða fífl stóð fyrir því?  Ég veit ekki hvað þeir voru að hugsa:

"Hér ætla ég að hafa blokkir, þar sem býr fullt af fólki með fullt af heimskum krökkum sem finnst ekkert skemmtilegra en að hlaupa beint af augum út um dyrnar."

"Glæsilegt!  Við skulum þá setja hraðbraut beint fyrir framan dyrnar!"

"Jess!  Það verður ógeðslega töff!"

Mér fallast hendur. 


mbl.is 432 ökumenn óku yfir hámarkshraða á Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband