Það er eiginlega slæmt að missa af þessu.

Það hafa ekki verið almennileg slagsmál í meira en 40 ár... að vísu á ég enn eftri að sjá að þetta hafi verið almennileg slagsmál.  Ég sá þetta í fréttum klukkan 12:00, og skildi ekki hvað riotgengið var eiginlega að gera, eða gæarnir sem  gengu um öskrandi og úðuðu úr slökkvitækjum.

Of mikil viðbrögð?  Hugsanlega. 


mbl.is Reynt að fjarlægja bíl Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eru þeir að reyna að færa bílinn hans Sturlu, ég sé ekki betur en að honum sé snyrtilega lagt út í kant, rétt eins og bílstjórinn hafi rétt skroppið inn á bensínstöð til að taka út sinn lögboðna hvíldartíma...

Einar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Rétt Einar

Kjartan Pálmarsson, 23.4.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Einmitt það sem að ég ætlaði að benda á. Og því síður að fremja eignaspjöll á bílnum. Það er vonandi að löggan sé vel tryggð fyrir þessum vanvitum sem eru svo greinilega við störf. Kannski að menn ættu að slaka á líkamlegu kröfunum í lögguskólann og kanna það frekar hvort greind sé yfir meðallagi og hvort þessir kallar hafi lesið merkilegra en myndasögur.

Pétur Kristinsson, 23.4.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: dvergur

Fróðlegt væri að vita hver nauðsynin er að fjarlæga þennan bíl, og hvort nauðsynin er það mikil að vinna þurfi eignarspjöll á honum.

dvergur, 23.4.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég fæ ekki séð að bíllinn sé fyrir neinum. Skyldi einhverjum hafa dottið í hug að refsa Sturlu eitthvað aukalega með því að skemma bílinn hans svolítið?

Haukur Nikulásson, 23.4.2008 kl. 15:29

6 identicon

...Ég man ekki betur en að það hafi verið bætt inn í umferðarlögin á síðasta ári heimild lögreglu til að haldleggja ökutæki sem væru notuð við síendurtekin umferðarlagabrot... er löggan bara ekki að framfylgja því með að fjarlægja bílana??

Löggan brást bara hárrétt við í dag!!

Gunnar M (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sumarmenn, afleysingamenn.  Lítil ef einhver reynzla og lítil ef einhver þjálfun.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2008 kl. 15:32

8 identicon

Hárrétt viðbrögð lögreglu og löngu tímabær. Þessir aðilar fá ekki mína samúð með þessum aðgerðum .

Borgari (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:41

9 Smámynd: Riddarinn

Þegar ekki er farið að fyrirmælum lögreglu að fjarlægja bílinn þá er réttur lögreglu sá að gera það sem til þarf að fjarlægja hann.

Ef það þarf að brjóta og fleira rúðu til þess þá verður svo að vera.

Ekki endalaust hægt að líða þessum bílstjórum að vaða yfir lög og reglur á skítugum skónum(trukkum)og sætta sig við að þeir valdi endalaust almenningi og öðrum óþægindum.

Almenningur á ekki sök á þessum hækkunum eða reglum sem bílstjórar eiga að lúta.(mér þykir þessi lög reyndar vera algert rugl og ekki eiga við hérna á landi vegna smæðar landsins ásamt öðrum ástæðum) 

Lögreglan er í fullum rétti að brjóta sér leið inní trukkinn og þetta rugl að lögreglan eigi að borga tjónið er gersamlega út úr kúnni.

Heldur fólk virkilega að það myndi falla bílstjóranum í vil ef þetta færi fyrir dóm?

Ætli það frjósi ekki fyrr í Helvíti en að dómstólar myndu dæma bíleigandanum í vil. 

Riddarinn , 24.4.2008 kl. 00:28

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það fer allt eftir því hvar trukkurinn var staðsettur, held ég.  Ef hann var í stæði eins og maðurinn segir, þá var þetta óþarfi, og skaðabótaskylt.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.4.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband