Torfæruborgin Reykjavík

Lagt er upp með að næsta „risaskref“ í grænu skrefunum verði að breyta Reykjavík í hjólaborg og fjölga hjólreiðamönnum. Til þess segir Gísli Marteinn að fjölga þurfi hjólastígum og sérmerktum akreinum á götum fyrir hjólreiðafólk.

Svo þarf að draga borgina sunnar, í sólina,  nema menn hafi gert ráð fyrir öflugri hlýnun en ég tel mögulega.  Það er nefnilega eins og mig minni að það hafi bæði rignt ofg snjóað í vetur.  Að ég tali ekki um vindinn.

Og ekki má gleyma hve yndislegt það er að mæta sveittur í vinnuna.


mbl.is Ósabraut ekki fyrir bíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa! Heldur þú að það sé stanslaust sólskin í Kaupmannahöfn? Ég hef hjólað alla vetur undanfarin 7 ár, eitt árið t.d. kasólétt með tveggja ára síli aftaná í stól og það eru í hæsta lagi 4-5 dagar á vetri þar sem er þungfært vegna veðurs. Þú smellir nagladekkjum undir hjólið og þér eru allir vegir færir!

Þar fyrir utan þá gengur bílaumferð síst betur þá daga sem mesta ófærðin er...

Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaupmannahöfn er á sléttlendi, í logni, og nær miðbaug.  Eins og þú segir sjálf, þar er ekki þungfært nema svona viku á ári.  Hér er málið svolítið öðruvísi.

Danir eru að mínu mati heldur ekki að neinu leiti til fyrirmyndar. 

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2008 kl. 13:02

3 identicon

Ég var greinilega ekki nógu skýr: Einn af þessum vetrum var ég í Kaupmannhöfn, en hina sex (þar með talda báða "óléttu") í Reykjavík.

Hef verið undanfarna sex mánuði í Stokkhólmi. Hér er miklu hæðóttara en í Reykjavík og harðari vetur. Samt hjóla fleiri...

Veðrið er engin fyrirstaða!

Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svíar eru ekkert sambærilegir við íslendinga.  Eða Svíþjóð við Ísland.  Til dæmis: hve langt býr meðal Svíi frá vinnunni?  Hér virðast flestir búa 5-10 km frá vinnu.  Og alltaf rigning og rok.

Þetta er masókismi, ekkert annað.  Ekki til eftirbreytni. 

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2008 kl. 11:09

5 identicon

Atvinnusvæði Stokkhólms (og Kaupmannahafnar) er jafndreift og hér. Kaupmannahöfn ívið þéttari, Stokkhólmur dreifðari.

Yfir helmingur ferða fólks á höfuðborgarsvæðinu er undir 2 km. Yfir 63% þeirra eru farnar á bíl. Allar þessar ferðir er fljótlegra að fara á hjóli, -allan ársins hring.

sjá:

http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna/$file/Samgskipulag_Rvk-stada-stefna.pdf

Sigrún Helga Lund (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband