Þetta blekkir svolítið...

Kartöfluflögur eru búnar til úr kartöflum.  Kartöflur eru sem slíkar ekkert óhollar, en C-vítamínið hverfur þegar flögurar eru unnar úr þeim.  Svo er aðeins meira salt í þeim en gott getur talist.

Súkkulaði inniheldur fitu, sem er nauðsynleg.  Aðeins aðra fitu en í flögunum.  Gott að hafa úrval.

Coca Cola inniheldur engin næringarefni, mér vitanlega.

Morgunkornið bætir upp þau næringarefni sem annars vantar uppá.  Skiftir engu hvaða morgunkorn það er - þó er kókópössið best.  Ef ekki væri fyrir morgunkornið væri þessi krakki löngu dauður.  Amerískt morgunkorn er hugsað með svona lagað í huga.  Veit ekki með evrópskt.

Það er alveg hægt að lifa af fábrotnara fæði: Kartöflum og mjólk, hafragraut, eða Selspiki og fjöðrum.  Ekki mjög skemmtilegt, en hægt.

Einn daginn gæti stelpan orðið leið á þessu og breytt til.  Þangað til... skiftir þetta litlu. 


mbl.is Alin upp á snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú fyrirgefur mér ef ég segi að það er ekkert sem var talið upp þarna sem er gott fyrir smábarn. Konan er óábyrg og ömurleg móðir að geta ekki látið barnið sitt borða hollan mat. Það er ekki eins og barnið ráði hvað það borðar nema konan vísvitandi gefi því súkkulaði og Coke.

Btw kókópuffs er ekki einu sinni í topp 15 yfir hollasta morgunkornið sem þú getur gefið börnum.

Þetta barn á ekkert eftir að fá leið á þessum mat því sykurfíknin mun aukast frekar en minnka með aldrinum. 

Mér finnst það eiginlega skipta öllu máli hvað gerist næsta árið hjá þessu barni. Það er að segja ef þessi kona vill að það lifi fram yfir táningsárin. Nú ef henni er sama um það þá á auðvitað að taka þetta barn af henni. Það er ábyrgð að vera foreldri. Kona sem getur ekki einu sinni gefið eins og hálfs ára gömlu barni að borða er ekki tilbúin í að sjá fyrir því þegar það eldist og byrjar að heimta hluti. 

Gissur Örn (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:07

2 identicon

Held hún hafi verið að tala um hvernig morgunkorn í bandaríkjunum eru yfirfull af vítamínum og steinefnum til að "neyða" hollustu á fólk :)

 Búinn að borða coco-puffs síðan ég var mjög ungur og ekkert að ennþá, en ég fékk samt hollann mat líka, ekki kartöfluflögur og súkkulaði haha :D

Ragnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sykur sem slíkur gerir þér ekkert.  Ef þú hreyfir þig nóg (þessi stelpa þarf að vera öll á iði alltaf) þá skiftir hann litlu.  Þú þarft hinsvegar öll vítamín og steinefni, annars molna sundur í þér beinin og þú færð beri-beri og skyrbjúg.

En þökk sé hinu banvæna sykraða morgunkorni, þá sleppur krakkinn við slíkt.

Það er samt eitt sem ég velti fyrir mér: nákvæmlega hvar fær stelpan prótein?   Ef hún fær það ekki þá er ég ansi hræddur um að hún verði dvergvaxin.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.6.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband