Það er ekkert hægt að gera við loftslagsbreytingum

En það er hægt að gera eitthvað í orkukreppu.

Seinast þegar hlýnaði varð Maya-veldið að láta í minni pokann fyrir ævintýralega hröðum skógvexti.  Nú til dags eru til vélsagir, svo það verður minna mál.  Seinast þegar hlýnaði varð líka Grænland grænt.  Það entist í svona 400-500 ár.

Ég hef ekki áhyggjur af því.

Ekki er mér ljóst af hverju ekki er róið að því öllum árum að koma okkur af olíunni hér.  Við gætum komiðokkur upp miklum flota rafbíla til að hossast um á, og unnið vetni eða metan eða eitthvað annað skemmtilegt til að drífa flotann áfram.  Og hanna þessa dalla betur.  Þeir eru alger skandall núna, ryðjandi hafinu öllu til og frá eins og einhverjar jarðýtur.  Allt einhverjum fáráðlegum reglum að kenna.

Útblástur?  Plöh.  Þetta græningjapakk hefur áhyggjur af einu lofttegundinni í útblæstri sem er ekki beinlínis skaðleg.  Frábært, alveg.  Snilld.

En hvað um það.  Olía mun halda áfram að hafa áhrif á verð á hinum og þessum vörum um aldur og ævi, held ég.  Sama hvað gufuhausarnir í RKV kaupa sér mörg reiðhjól.  Þó allir bíleigendur heims skifti yfir í raf-vetnis eða gufuknúna bíla.  Þó skip heimsins verði kjarnorkuknúin (sem er líklega stutt í).

Plast er nefnilega búið til úr olíu.


mbl.is Eldsneytisverð meira áhyggjuefni en loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ef að raunverulegur vilji væri  fyrir hendi, þá getum við að sjálfsögðu gert eitthvað til að hægja á loftslagsbreytingunum.   Sá vilji skorti því fólk vilja helst ekki sjá hvorki hættumerkin né lausnirnar.  

Skil ekki allveg hvað þú átt við með gufuhausar í Reykjavík ?

Og hvað er að því að kaupa sér réiðhjól ?  Að sjálfsögðu hjálpar lítið að kaupa reiðhjól ef þau eru ekki notuð. Mjög margir halda að það sé mikið mál að hjóla, en það eru oftast ykjur, og miðast við reynsluleysi.  

Samt vantar mikið upp á að búa hjólreiðamönnum besta aðgengi sem völ er á, því fæstir vilja hjóla á skilvirkustu mannvirkin, þeas stofnbrautir í  og nálægt þéttbýli.  

Reiðhjólið hentar að sjálfsögðu ekki við öll erindi, ekki þegar vegalengdir eru virkilega verulegar (> 7 - 25 km ) osfrv.  En mun fleiri ferðir á bíl  mætti skipta út fyri hjólaferðir en gert er í dag. Það vantar aðallega hugarfarsbreyting.  Hjá vegfarendum : Að hjólið sé nýtsamlegt til samganga, að hjólreiðar geta vel farið fram á götum og eru ekki hættulegar, og hjá yfirvöldum og vinnustöðum að bæta aðstöðu til hjólreiða, til geymslu á hjólum, aðstæður til að skipta um föt, þerra þau og þvo skrokkin ( fyrir þá sem hjóla langt eða taka á því ) 

Hjólreiðar lengja lífið, draga úr alls konar mengun sem tengjast ofnotkun bíla og bætir ásynd og  upplífum borga, bæi og sveita.  Flest öll ráðuneyti ríkisstjórnar ættu að hag sinn í því að efla hjólreiðar, þó að jákvæðu áhrifin sé há sumum þeirra óbeinn (t.d. hjá öllum  vegna  lækkaðs útgjölds ríkissins) og ekki ýkja stór. 

Morten Lange, 29.6.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég geng allt undir 2 kílómetrum.  Hef ekki pláss fyrir hjól.

Loftslagsbreytingar hinsvegar: þú verður bara að taka þeim.  Þær eru náttúrulegt fyrirbæri, sem er ekki okkur að kenna frekar en tunglið.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.6.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Morten Lange

Gott að heyra að þú notar fæturnir á styttri ferðum. Á reiðhjóli getur þú farið allt að 6-8 km, með sömu fyrirhöfn og að ganga 2 km.  Til eru hjól sem má brjóta saman og setja  til dæmis í kompu, við hliðin af rúm, sófa eða þess háttar. 

Þegar menn segja að loftslagsbreytingar eru náttúrulegir, lita þeir illa út. Það er eins og þeir skynja ekki hvað sé í gangi og hvar umræðan stendur.

Að sjálfsögðu hafa verið sveiflur í loftslagi, og að sjálfsögðu neitar engin fyrir því. Vísindamenn eru einmitt að sýna samspil á milli sveiflurnar og magn koltvísýrings í loftinu, og líka við breytingar í sólargeislun sökum breytinga í braut jarðar ofl. 

En núna eru breytingarnar í koltvísýring að gerast hratt, mun hraðar en áður hefur sést, og  sömuleiðis breytingar í hitastigi.  Færustu vísindamenn heimsins á þessu sviði eru meir og minna sammála, og hafa í raun dregið aðeins úr spám til að koma fram með spá sem engan þeirra þyki sérstaklega ýkt. 

Oft er sagt að  sérstök og afdrífaríkar fullyrðingar krefjast mjög sterk rökstuðnings.  IPCC hefur mjög sterk rökstuðning frá óháðum aðilum. Hver er þinn rökstuðningur.  Standist hún vísindalegar kröfur ? 

Og hverjar verða afleiðingar ef maður velur að  gefast upp við að bremsa óæskilegar hnattrænar breytingar af  mannvöldum, gefið að IPCC hafi rétt fyrir sér, gróft séð ?  Ansi slæmar, ekki síst tengd aukandi þurrkum, flóðum, hungursneyð, vatnsskort, fólksflutninga og efnahagur í molum. 

Berum það saman við afleiðingar ef þetta skyldi vera rangt en við fórum að ráðum IPCC.   Afleingarnar yrðu miklu mun minna og mögulega jákvæðar meðal annars minnkandi mengun af öðrum toga en CO2, minnkandi orkueyðslu, minnkandi álag á vistkerfin sem við treystum á, betri lýðheilsu þegar við fækkum bílferðum og notum líkamann meira og svo framvegis. 

Morten Lange, 29.6.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

hlýskeið ca 850-1400.  Alveg nákvæmlega eins.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.6.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband