Göfugt málefni.

Maríhúana?

Einhver hefur horft of oft á King of the hill. 

Hvað um það.  Hvaða sauður sem er getur ræktað maríjúana.  Það vex alveg jafn auðveldlega og kartöflur.  Því það er illgresi.  Illkvittinn maður gæti sáð því í alla garða ef hann vildi.  Án hjálpar vex það frekar hægt - en það mun vaxa.

Umferðarstofa myndi gleðjast aukinni hassneyzlu.  Fólk fer svo andskoti hægt yfir á hassi.

Á móti færu aldrei mjög margir að taka þetta stöff inn.  Það er bara ekkert öllum gefið að vera á lyfjum í einhvern tíma.  Sumir eru bara ekkert móttækilegir.  Ég giska á að svona 2% mest myndu nenna að standa í neyzlu í einhvern tíma. 

Svo er spurning með Kók og Heróín.  Kók heldur uppi Farc og fleiri áhugaverðum hópum - að það er ólöglegt gerir efnið margfalt dýrara.  Það má færa rök fyrir því að öll vandamál Kólumbíu megi rekja til þess að kókaín er bannað á vesturlöndum.

Sömu sögu mætti segja um talibana. 

Að raunvirði ættu þessi efni ekkert að kosta neitt meira en hunang.  Minna jafnvel.  Og við vitum alveg hve margir neytendurnir eru: spyrjum bara SÁÁ.

Annað: hve hip & kúl yrðu öll þessi efni ef þau væru lögleg?  Ódýr og lögleg?  Ég meina, dópistar væru að veslast upp fyrir opnum tjöldum.

Ekkert laumuspil, engin spenna, ekkert aksjón.  Engir dílerar sem eru eins og rokkstjörnur akandi um á einhverjum BMW.  Bara fertug dama í hvítum slopp.  Spennandi.

En það eru svo margir sem hafa atvinnu af þessu... 


mbl.is Berst fyrir lögleiðingu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg pæling - gæti maður þá fengið sér Fair Trade eiturlyf í Yggdrasli?

Siggi Arent (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:40

2 identicon

Þetta er bara svo rangt hjá þér. Það sést best á áfengi og tóbaki. Sem er hvort tveggja löglegt en miklu vinsælla en ólögleg fíkniefni.

Óli (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:49

3 identicon

Óli:  Og Mugabe vann kosningarnar í Zimbabwe

Óskar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:18

4 identicon

^^^^^^^^

BJ (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:40

5 identicon

Óli fellur í þá gryfju að bera saman eftirspurn eftir áfengi og tóbaki við ólögleg fíkniefni.  Réttara væri að bera saman neyslu á áfengi og tóbaki við tímabil þar sem umrædd efni hefðu verið ólögleg.

 Annars er ekki aukning neyslu það mikið vandamál í samanburði við vandamálið sem afnám banns við fíkniefnum leysir.  Dópsalar geta sett upp gríðarlega hátt verð fyrir sína vöru þar sem efnin eru ólögleg svokallað áhættuálag "risk premium".  Starfið sem slíkt er áhugavert fyrir unga menn enda gerir þetta mörgum nautheimskum peyjum færi á að fjárfesta í margra milljón króna bílum, íbúðum, fötum o.s.frv. Hlutum sem mönnum með þeirra andlegu burði myndi annars aldrei standa til boða.  Þegar þessi efni hafa verið gerð lögleg minnkar svigrúm skipulagðrar glæpastarfsemi hérlendis gríðarlega enda fjármögnunar möguleikunum kippt undan þeim.

Blahh (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:42

6 identicon

Ég vil taka það fram að ég er algjörlega sammalá því að lögleiða kannabis. Ég er ekki mikið fyrir þessa ofur forræðishyggju íslenskra stjórnmálamanna. En ef kannabis verður gert löglegt þá verður það ekki lengur ólöglegt fíkniefni þannig að samanburðurinn við tóbak og áfengi eðlilegur.  Heldurðu að það hafi ekki komið fyrir marga að langa í hass enn ekki getað það vegna þess að þeir þekkja engann díler?

Óli (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:03

7 identicon

Mæli með þessari grein....

Herförin gegn hampi: http://www.sigurfreyr.com/herforin.html

Óskar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:15

8 identicon

"En ef kannabis verður gert löglegt þá verður það ekki lengur ólöglegt"

 No shit :P

Tryggur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:42

9 identicon

Þessi síðasta setning var einum of djúp fyrir mig.

Stebbi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:46

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Að láta sér detta í hug að frjálsi markaðurinn lækki verðið þegar neytendur hafa sýnt hvað þeir eru reiðubúnir að borga er í hæsta máta barnalegt.

Páll Geir Bjarnason, 11.7.2008 kl. 23:12

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það sem gerir maríúana að svo sniðugu efni er að það þarf bara að sá því - þegar plantan er komin upp má endalaust rækta afleggjara.  Nú, eða sá henni.  Þetta er bara arfi, í rauninni.

Verstu neytendurnir geta bara setið í reykjarmekki og snætt flögur.  Efnið er frítt ef þeir nenna að týna laufin.

Fíkniefni og baráttan gegn þeim er hinsvegar harðlínukapitalismi - úr báðum áttum.  Allur bófisminn í kringum framleiðzlu og smygl er bara hreint framboð/eftirspurn, og baráttan gegn þessu er annar iðnaður, sem þarfnast þess að efnin séu ólögleg.

Og þetta er stór iðnaður, það þarf einhver að framleiða allar þessar gegnumlýsingargræjur, það vinnur hellingur af fólki við að gramsa í farangri, brjóta upp hurðir og slíkt.

Baráttan við efnaneytendur og framleiðendur er barátta við mannlegt eðli.  En það er svo mikið af fólki sem á allt sitt undir baráttunni gegn eiturlyfjaframleiðzlu...

Að lögleiða bara allt draslið yrði mesta breyting á vesturlöndum síðan sápan var fundin upp. 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.7.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband