Hvernig lýsir öfgamennskan sér?

Hverju nákvæmlega þarf maður að halda fram til að vera skilgreindur sem hægri-öfgamaður?

Þetta gæti verið gott mál.  En ég hef ekkert til að byggja á nema þetta:

Stuðningur við flokkinn, sem þekktur fyrir andstöðu sína gagnvart ESB og í innflytjendamálum, jókst um 7% í dag samanborið við síðustu þingkosningarnar, sem fram fóru í október 2006.

sko:

hann er þekktur fyrir andstöðu sína við ESB, ekki gagnvart.

Þetta gæti verið að afla honum fylgi.


mbl.is Hægri öfgamenn fagna í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Ég reikna með að það sé einhver sorgleg blanda af félagslegri íhaldsemi, kristni og þjóðernisvæmni.

Páll Jónsson, 29.9.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, sæll.

Jón Halldór Guðmundsson, 29.9.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Semsagt, alveg sama og allstaðar annarsstaðar?  Það eru bara engar sérlegar öfgar.  Þá má benda á hvaða pólitíkus sem er og kalla hann hægri öfgamann.  Þeir eru nefnilega allir félagslega íhaldssamir (amk í orði), Kristnir (í þjóðkirkjunni... hvað sem það táknar), og umhverfisvæmnir.  Líka þeir sem vilja virkja allt.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Páll Jónsson

Humm? Félagsleg íhaldsemi í íslenskum stjórnmálum virðist helst felast í því að þjóðfélagið sé nú ekki tilbúið alveg strax fyrir hjónabönd samkynhneigðra. Ég hélt að það væri ekki einu sinni umdeilt að við erum eitt frjálslyndasta samfélag í heimi.

Með þessu "kristni" kommenti var hugmyndin að skjóta á það þegar pólitík manna er gegnsýrð af íhaldssömum kristnum viðhorfum. Ég skal glaður syngja jólalög við hlið "guð er ást og friður" þingmanna hér á landi þar til ég verð blár í framan.

Þjóðernisvæmni og umhverfisvæmni virðast hins vegar yfirleitt vera sitt hvorum megin á pólitíska skalanum, ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með að jafna því saman. Þegar "XXXland er best í heimi" er komið á stefnuskrá flokks þá er maður yfirleitt kominn hægra megin á skalann.

Páll Jónsson, 30.9.2008 kl. 02:36

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það er nóg að vera þjóðernissinnaður til að vera hægra megin, þá eru nú flestir þeim megin - líka kommarnir.

Og þá er það merkingarlaust að kalla menn hægri menn, hvað þá hægri öfgamenn.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.9.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband