Flóknari útskýring, sýnist mér

Stjórnvöld, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankanna og eftirlitsstofnanir eru á einu máli um að neikvæð afstaða erlendra seðlabanka til lánveitingar til Íslands hafi orðið íslensku bönkunum að falli.

Alveg rétt.  En, á sama tíma skulum við gera okkur grein fyrir af hverju þeir höfðu svo neikvæða afstöðu.  Var þeim ekki einmitt sagt af Íslenskum aðila sem á að hafa vit á þéim málum að bankarnir væru allir á hvínandi kúpunni?

Augljóst hafi verið að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli um þessa afstöðu.

Eða, þeir voru allir að horfa á sama fréttatímann.  Ef hópur svipað þenkjandi einstaklinga í sömu stöðu hefur aðgang að sömu upplýsingunum, munu þeir hegða sér á sambærilegan ef ekki nákvæmlega sama hátt.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankanna og eftirlitsstofnanir felldu bankana, þeir eru að breiða yfir eigin mistök með tali um eitthvað annað

bhg (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:15

2 identicon

Akkúrat og hárrétt, bhg. Smjörklípuaðferðin, blekkja almenning eina ferðina enn. Svo gekk nú alveg fram af manni þegar Vilhjálmur Egilsson ætlaði að tæma lífeyrissjóðina alveg - það sem eftir er í þeim, sem eru nú engin ósköp - með því að brjóta lög um sjóðina með því að láta þá kaupa Kaupthing í félagsskap við Borgarnes-Láfa og þennan með minkafésið. Sveiattan.

Bóbó (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:19

3 identicon

Það þýðir ekkert að vera með of miklar einfaldanir. Rætur vandans liggja í regluverki eftirlitsstofnana vestan hafs og austan, og í lágum vöxtum, lausung og lánaþenslu eftir áhyggjur og þrengingar eftir hrun tvíburaturnanna. Bent hefur verið á að ofvöxtur bankanna hér heima byggðist á þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu - og að allir þeir stjórnmálamenn, með Jón Baldvin í fararbroddi, sem samþykktu samninginn um evrópska efnahagssvæðið bera hér höfuðábyrgð. Stjórnendur einkavæddu bankanna fóru sér svo greinilega of geyst og voru seinir að bregðast við athugasemdum um fyrirkomulag sparnaðarreikninga í Bretlandi (hefðu átt að stofna dótturfélag þar í staðinn fyrir útibú). Það er líka rétt að forystumenn seðlabanka í Bretlandi, ECB og Bandaríkjanna, auk tiltekinna Norðurlandabanka - ekki allra - voru okkur fremur erfiðir. Það verður að líta á heildina - kerfið sem Jón Baldvin og fleiri skópu - ásamt því hvernig menn nýttu sér kerfið. 

Teddi (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hvernig menn nýttu sér kerfið er bara bakgrunnur, hver endanlega reif kerfið niður, það er annað.

Tökum bara sem dæmi World Trade Center.  Hverjum er að kenna að það hrundi: mönnunum sem smíðuðu það án þess að hugsa út í hvernig því myndi reiða af væri flugvél flogið á það, eða var einhver annar að verki?

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband