Icesave ... er það einkafyrirtæki, eða var það einkafyrirtæki?

Ég veit að það VAR einkafyrirtæki.  Það var þjóðnýtt, ekki satt?

Nú, eigendur bera alltaf ábyrgð á eignum sínum, ekki satt?  Það er engin samábyrgð með einkafyrirtækjum, þau lenda bara prívat í vandræðum.

Hver á Icesave?

Landsbankinn, ég veit, en Landsbankinn var þjóðnýttur eins og ég sagði áðan.

Hvaða hálfviti var það sem þjóðnýtti þetta?

Þegar Dabbi & Co. rústuðu Glitni, vissu þeir hvaða afleiðingar það hefði?  Svona nú, ef fjölmiðlar eru svona ofsalega frjálsir, þá skal einhver fara og spyrjast fyrir um það.  Hlera skrifstofur, símtöl og hvaðeina.  Hið opinbera er bara engan vegin nógu opinbert, einhver opinberi það og segi okkur hvað er í gangi svo við getum myndað okkur almennilegar skoðanir.


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega hlýtur að vera einstaklega gott að vera svona afskaplega fáfróður um hlutina og sérstaklega þá að tjá sig um þá opinberlega.

Rúnar Freyr (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: corvus corax

Vegna þess að ekki var búið að stofna sérstakt dótturfyrirtæki um innlánsreikninga Landsbankans í bretlandi er íslensk ríkisábyrgð á innlánsreikningum upp að ákveðinni upphæð hvort sem Landsbankinn var og er í einkaeign eða opinberri eigu. Þetta er ákvæði sem Íslenska ríkið gekkst undir þegar EES-samningurinn var undirritaður og það kemur ekki til greina að svíkjast um að greiða þessa ríkisábyrgð. Frekari ábyrgðir á þessum innlánsreikningum tekur viðkomandi land á sig, í þessu tilfelli bretland en sú ábyrgð tekur við þar sem íslensku ábyrgðinni sleppir og nær hún upp að ákveðinni hámarksupphæð. Hvort bretland ætlar síðan að ganga lengra í ábyrgð sinni en lög kveða á um er þeim í sjálfsvald sett. Ísland verður alltaf að standa við sinn hluta ábyrgðarinnar, annað kemur ekki til greina og ég held að Íslendingar séu ennþá það stoltir flestir hverjir að þeim þyki sjálfsagt að standa við gefnar skuldbindingar eða loforð hversu dýrt sem það kann að verða þjóðinni. Í þessu máli verðum við að taka ábyrgðinni eins og hverju öðru hundsbiti en svo er aftur annað mál að Ceaucescu Oddsson & Co. skyldu bregðast hlutverki sínu og þess vegna kemur til þess að við verðum að standa við ábyrgðirnar.

corvus corax, 22.10.2008 kl. 14:18

3 identicon

Það hefur komið fram að skv. EES þá bera íslensk stjórnvöld enga ábyrgð á icesave umfram það að stofna tryggingarsjóð sem borgað er í skv ákv reglum. Úr honum er endurgreitt og þó hann nægi ekki fyrir öllu þá bera íslensk stjórnvöld enga ábyrgð á restinni. Held svei mér að við séum að semja af okkur af því að Bretar eru með þumalskrúfu á lofti.

SH (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Heidi Strand

http://www.dv.is/frettir/2008/10/22/neitid-ad-borga-og-flyjid-land/

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 15:49

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við berum semsagt ábyrgð á X miklum pening bara af því þetta var ekki dótturfélag?

Grunaði eitthvað slíkt.  Er lítið hægt að nöldra undan því.

Góð hugmynd þetta með að flýja bara land.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband