Púritanar

Þessi frétt vekur upp nokkrar spurningar: 

Hvar get ég fengið þræl?

Þessir menn sem eru með alla þessa þræla, hvar geyma þeir þá?

Af hverju hef ég aldrei heyrt af þeim?  Frá öðrum en þessum dömum þarna á þingi og í stígamótum meina ég?  Ég mina, það hefur reynst lítið mál fyrir fréttamenn að finna vopnasmyglara, hórur og hvaðeina, en þræla?

"Það [þrælasala] þrífist aðeins þar sem fyrir sé vændi og útbreiddur klámiðnaður."

Klámhundar, þessi Ísraelslýður fyrr á öldum.  (Boðorðin, man einhver eftir einni línu úr þeim?  En Móselögunum?)

Af hverju halda þær að þetta bann muni skila einhverju?  Var ekki (er enn?) einmitt starfrækt hóruhús við hliðina á lögreglustöðinni?

Af hverju eru þær að sóa tíma þingsins í ÞETTA?  Eitthvað sem virðist ekki hafa mikla stoð í veruleikanum, á meðan það eru alvarleg konkret vandamál sem þarf að leysa.  Við getum alveg sætt okkur við einn og einn þræl á stangli á meðan það er ekki búið að redda smá gjaldþroti sem vissulega allir eiga yfir höfði sér.


mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MacGyver

Þessir öfga-feministar (sem hugsa í raun ekki um jafnrétti kvenna þegar kemur að þessu máli) geta sjálfar ekki hugsað sér að nein maneskja gæti viljað vinna í þessum bransa og þannig draga þær ályktunina að þessar konur séu í þrælahaldi. Mér finnst hreinlega hryllingur að slíkt fólk skuli hafa vald til þess að geta sett fram lög á þessu landi.

MacGyver, 18.3.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það allra versta er að það er ekkert hægt að rökræða við þær.  Þær myndu til dæmis aldrei segja mér hvar ég gæti fengið svona þræl, svo ég gæti skoðað þetta sjálfur.

Þetta eru trúarbrögð.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.3.2009 kl. 17:35

3 identicon

Það er allavega ekki að heyra af málflutningin þessara kvenna að þær hafi nokkurntíma heimsótt svona staði eða viti yfir höfuð nokkuð um hvað þær eru að tala.

Ég vil þó taka skýrt fram að auðvitað er ég alfarið andsnúinn því að konur séu neyddar til að vinna svona störf eða annað sem þeim kynni að vera mjög á móti skapi, enda vita allir sem konur þekkja að það er illmögulegt nema þá helst með vopnavaldi að fá konu til að gera eitthvað sem hún vill ekki!

Pjétur G (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 18:15

4 identicon

.....þið eruð sorglegir menn. Guðrún sú sem viðtalið var tekið við hefur unnið í áraraðir fyrir Stígamót, samtök sem taka á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hún hefur séð allt sem þessum bransa tilheyrir. Haldið þið virkilega að þið vitið betur en hún? Eða getur verið að þið séuð að réttlæta eigin siðleysi?.....rök ykkar á þessari síðu eru svo ómálefnaleg og ómannúðleg að það er átakanlegt. Ég vona ykkar allra vegna að á morgun vaknið þið til meiri samkenndar með konum í stað þess að réttlæta á bloggsíðum ofbeldi gegn þeim. Veriði svo ekki að gefa mér neitt kjaftæði um að þæri kjósi þetta sjálfar. Það fer enginn út í vændi nema hann neyðist til þess. Lærið svo að bera virðingu fyrir sjálfum ykkur, mæðrum ykkar, systrum og dætrum. Þetta snýst ekki um feminisma eða karlrembu, þetta er almenn virðing fyrir lífi fólks.

Melkorka (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:44

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þó maður búi á öskuhaugum er ekki þar með sagt að allur heimurinn sé öskuhaugar.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.3.2009 kl. 21:39

6 identicon

Kæra Melkorka

Þú alhæfir "Það fer enginn út í vændi nema hann neyðist til þess."

Hvað er neyð?

Alla vega þá held ég að til séu konur sem eru tilbúnar að þéna 10 falt fyrir að liggja á bakinu frekar en að skúra baki brotnu á spítala. Ég veit ekki hversu stór hluti það er, en ég er sannfærður um að þær séu til. Ég trúi því ekki að allur þessi fjöldi starfsmanna í kynlífsiðnaði sé allur að starfa undir hótunum um ofbeldi og annan óþverra.

Auk þess er ómögulegt að átti sig á því hvað þessi Guðrún er að meina, hvað þýðir "vegna klám og vændisiðnaðarins"? Konur sem eru fúlar vegna þess að maðurinn þeirra skoðar klám eða fer á súlustaði? Af hverju segir hún ekki "vegna þess að hafa verið neyddar af þriðja aðila út í vændi eða súludans"? Og ef svo er, af hverju er ekki búið að kæra einhvern?

Haukur (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband