Þetta geta þeir.

Sett stórfenglega flókið regluverk ofan á þær reglur sem þegar er ekkert farið eftir nema þegar það hentar.

Þeir hafa haft síðan 1944 til að bæta vegina.  Það hefur gengið frekar hægt, þó formúga fjár hafi verið brennimerkt til þess.  Eftir stendur að Færeyingar hafa betra vegakerfi en við.

Það eru bjánar þarna úti sem finna hjá sér kvöt til þess að aka á miðjum veginum á 70 km hraða, og hleypa engum frammúr.  Í Útópísku þjóðfélagi væri búið að negla þá menn fasta við malbikið og aka yfir þá ítrekað á Fólksvagenbjöllum.

Vandamál í umferðinni stafa ekkert af einhverjum skorti á flóknari og nákvæmari reglum.  Þau stafa af öðru.

Og svo taka þessir pjakkar á þingi sér tíma frá aðal-verkefni sínu, að komast hjá því að setja okkur öll á hausinn, og dunda sér við að búa til ný og öðruvísi (ég get ekki sagt betri) umferðarlög.

Ja... eins og þeim gekk með peningamálin, er sennilega eins gott að þeir seú að gera eitthvað annað.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú segir að þetta taki tíma frá aðalverkefni þeirra.. Ég stórefast um að samgönguráðherrann muni fara eitthað útí það að fjalla um Ice-save samninginn eða eða reyna ða koma landinu útúr kreppunni. Hans aðal sérsvið er að sjá um samgönukerfið og það er nákvæmlega það sem hann er að gera. efast um að hann hefi eitthvað annað og betra að gera. og með því að hækka bílprófsaldurinn þá erum við að fækka slysum töluvert.

Persónulega fynst mér það lofsvert að við séum loksins að jækka bílprófsaldurinn. 17 ára pjakkar hafa EKKERT með það að gera með að aka bíl.

capice!!

steini (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég held að flestir landsmenn eru sammála um að nauðsynlegt er að hækka bílprófsaldurinn í 18 ára. En það er margt annað í þessu frumvarpi eða hvað sem þetta er sem er gagrnýnisvert.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 20.7.2009 kl. 15:54

3 identicon

Það er engin ástæða til að hækka þennan aldur. Af hverju ekki alveg eins að lækka hann í 16 ár? Þetta er bara kjaftæði og hefur ekkert með umferðaröryggi að gera.

Birgir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:25

4 identicon

Birgir.. komdu með EINA góða röksemd fyrir því að það ætti ekki að hækka bílprófsaldruinn... fyrir utan að það eykur ánægjuna hjá litlum unglingum að fá að keyra bíl.

steini (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:09

5 identicon

Birgir... vá. þessi pistill hjá þér að ofan er svo hrikalega barnalegur og vitlaus að hann gæti alveg eins verið kaldhæðni, og ætla ég að ganga út frá því að hann sé það.

Ég þori að veðja eistanu á mér að þú ert 16 að verða 17 og ert á eliðinni að fá bílpróf.

steini (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:12

6 identicon

Steini það ert þú sem átt að koma með rök fyrir hækkuninni ekki öfugt, varla þarf maður að sanna sakleisi sitt er það?

Það má vera að þetta fækki slysum, en ekki um neina markverða tölu, en það má segja það sama um að hækka aldurinn í 25, segðu mér að það muni ekki fækka slysum. Rökin fyrir að hækka aldurinn í 25 og 18 eru þau sömu.

Umferðarráð gaf út skýrslu fyrir ekki svo löngu um að hækkun aldursins myndi fækka slysum hjá 17 ára unglingum, en slysum myndi fjölga hjá 18 ára unglingum. Þeir gátu enga ályktun dregið um heildarfjölda slysa eftir breytinguna.

Þar að auki hefði þessi breyting slæm áhrif á efnahaginn, á sama hátt og að banna fólki undir 20 að kaupa ristavélar, færri ristavélar seljast fyrir vikið.

Siggi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:43

7 identicon

Þetta er frekar einfalt.

a) Það er ljóst að fyrsta árs ökumenn valda flestum slysum. Ekkert sýnir fram á að það breytist við að hækka aldurinn úr 17 í 18 ár. Ekkert.

b)Þótt heildarfjöldi slysa kunni að fækka þá segir það heldur enga sögu, enda hefur ökumönnum verið fækkað. Væri það einhver umferðarárangur ef við hækkum þetta í 23 ár og sjáum fækkun slysa, en að ökumenn á aldrinum 23-24 ára valdi jafn mörgum slysum og 17-18 ára áður?

c) Þetta er popúlísk aðgerð að því að leyti að hún er ekki rökstudd á neinn hátt m.t.t. umferðaröryggis. Eru t.d. þau lönd sem miða við 18 ára aldur með mun lægri slysatíðni þeirra ökumanna en þjóðir með 17 ára aldur? NB ég er ekki að biðja um breytingu, heldur rök fyrir breytingunni.

d) Er í lagi með ökukennslu á Íslandi ef óeðlilega mörg slys verða á aldrinum 17-18 ára. Er þetta aldursmál svona í alvöru? 

e) Hver er þessi hagur í því hækka þennan aldur og hvað þá að banna fólki til tvítugs að keyra um með farþega um helgar? Þetta er yfirgengilegt bull og í engu rökstudd. Sama gildir um lækkun á áfengismagninu. 

Af hverju þarf alltaf að vera setja allar þessar reglur - þetta gengur fínt eins og þetta er. 

Birgir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 18:40

8 identicon

ég var að skora á Birgi fyrir að koma með rök fyrir að það eigi að lækka bílprófsaldurinn...því það var hann sem kom með þá hugmynd.

En rökin mín fyrir því að það eigi að hækka bílprófsaldurinn uppí 18 ára eru einfaldlega þau að það á að samræma þetta við sjálfræðisaldruinn, sem er 18 ára. einhverstaðar verður að setja mörkin. 25 er alltof hátt. ínt að miða þetta við sjálfræðisaldurinn. Svo er líka þroskinn frá 17 uppí 18 svo gríðarlega mikill, öfugt við þroskan rá t.d. 20 til 25. þar er hann hlutfallslega minni.

Það má vel vera að slysatíðni hjá 18 ára krökkum hækki ef að bílprófsaldurinn verði hækkaður, en eins og staðan er núna, þá er mesta slysatíðnin hjá 17 ára krökkum. Ef að slysatíðnin hækkar meira með bílprófshækkuninni uppí 18 ára, þá hækkum við bílprófsaldurinn uppí 19... mjög einfalt. Fólk verður að vera nógu þroskað til að geta keyrt bíl, og á aldruinn að miðast við það. Þetta er niðurstaða sem við megum ekki hunsa og við höfum ekki efni á því að taka neina sénsa með þetta. Mannslíf eru í húfi.

Og ekkert bull!!!

steini (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 18:47

9 identicon

Steini, hvernig mæliru þroska? Ertu með eitthvað tæki sem mælir þetta? Getur þú sýnt fram á með vísindalegri aðferð að "þroski" er marktækt meiri hjá 18 ára krökkum heldur en 17 ára?

Hvað er þroski? Hvernig skilgreiniru hann? Hvernig ætlaru að búa til staðal fyrir þroska? Hvernig ætlaru að sýna fram á að þroski sé ekki afstæður?

Hvernig veistu að "öfugt við þroskan rá t.d. 20 til 25. þar er hann hlutfallslega minni. " ? Ertu með einhverja rannsókn eða heimildir þarna á bakvið?

Hvernig veistu að við 18 ára aldur er fólk nógu þroskað til að keyra bíl en við 17 ára aldur ekki?

Siggi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:03

10 identicon

Verð aðseins að fá að segja nokkur orð...

Ég er fullkomnlega sammála hækkun bílprófsaldurins útaf einu...

17 ára einstaklingur kastar stein í rúðu eða gerir meiriháttar eignartjón. Hann er færður niður á lögreglustöð og það er hringt í foreldra hans!! Þetta er vandamál þeirra

Sami einstaklingur keyrir í gegnum rúðu, foreldrarnir eru ekki látnir vita enda er hann á bíl, þetta er vandamál 17 ára einstaklingsins sem er þó samkvæmt barananefnd bara barn. (allir aðilar undir 18 ára aldri eru börn, það hefur ekkert með þroska að gera eður ey, þetta er bara flokkað svona)

Það að hafa bílprófsaldurinn 17 er rökleysa, rétt eins og 20 ára áfengislimitið... Ég er á því að það eigi að hafa bílprófsaldurinn 18 og þá áfengisaldurinn þann sama, því þú ræður meira og minna yfir öllu þínu lífi 18 nema hvort þú viljir drekka eða ekki.

punktur og pasta, þetta er sárt fyrir aðilla sem verða 17 á þessu tímabili en það eina sem er ekki hægt að stöðva er tíminn svo það kemur að þessu 18 ári.!

Ragnheiður Pálsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 01:58

11 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

hér er mín röksemdafærsla fyrir því að það breyti engu hvort einstaklingur fái bílpróf 17 eða 20 ára
17 ára ökumaður sem er nýkominn með bílpróf er jafn reynslulaus og 20 ára ökumaður nýkominn með bílpróf.
þú gætir hækkað bílprófsaldurinn uppí 40 ár og yngstu ökumenn væru enn með hæstu slysatíðni...


þetta er eins og þegar þú lærir fyrst að ganga.
fyrst detturu nokkrumsinnum og svo ertu farinn að geta labbað án þess að detta. en þó að þú hafir gengið í 20 ár þá áttu samt sem áður eftir að detta einhverntíman. þó að það séi ekki eins oft og þegar þú varst að læra að ganga þá áttu eftir að detta nokkrumsinnum.
ef að þú hamlaðir fólki að ganga til 24 ára aldurs þá á það enn eftir að detta nokkrumsinnum við að læra að labba þó svo að það séi orðið 24 ára gamalt

þessar tölur eru bara ýkt dæmi.

Hermann Karl Björnsson, 21.7.2009 kl. 21:05

12 identicon

ohh....... Hermann Karl! Lestu það sem við erum búin að vera að fjala um hérna ða ofan, áður en þú kemur með eitthvað innlegg.

Þetta er alveg hárrét hjá þér með reynsluna, og efast enginn um það...... en við erum að tala um ÞROSKANN hjá manneskjunni sem að spilast inn í reynsluna. Þroskuð manneskja er miklu fljótari að tileinka sér reynsluna heldur en óþroskuð manneskja.

Þetta er sára einfalt!!! Ef að ungir ökumenn valda meiri slysum heldur en þeir eldri... þá á að hæggka bílprófsaldurinn... Vá hvað fólk getur gert þetta flókið með einhverjum útúrdúrum og útúrsnúningum. Ég er viss um að þið efasemdarmanneskjurnar mynduð ekki hugsa svona þegar einhver 17 ára ökumaður sem er í spyrnu við félaga sinn á miklubrautinni, keyrir á og drepur mömmu ykkar og pabba, systkini eða maka! 

Capice!!!!

steini (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband