Vesen handa okkur.

Langþráð loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

Ég þráði hana ekki.

Telja sumir vísindamenn að þetta sé mikilvægasta ráðstefna sem haldin hafi verið í manna minnum.

Þeir segja það nú alltaf.

Í dag birta 56 dagblöð í 45 löndum leiðara þar sem þau taka höndum saman um að tala einni röddu varðandi loftlagsmál.

Tala þeir ekki *um* loftslagsmál?  Hvað eru annars lotfslasgmál?  Er það ólíkt veðurfregnum?

Það þykir orðið ljóst að loftslagsráðstefnan komi ekki til með að skila lagalega bindandi samningi sem tekur við af Kyoto bókuninni,

Gott.  Þetta kýoto dæmi er líka mikil plága sem liggur á vestrænum iðnaði eins og mara.

Það sem er hins vegar nýtt er að ríki sem ekki hafa áður komið að borðinu mæta til ráðstefnunnar: stórveldin Bandaríkin, Kína og Indland.

Ég bind miklar vonir við að þessir aðilar sjái sér hag í að hleypa samkomunni upp eða renna henni út í sandinn.

Svandís segir [...] að ekki verði óskað eftir framlengingu á íslenska Kyoto undanþáguákvæðinu enda fari íslenska stóriðjan undir sameiginlegt evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir stóriðju, frá 2013, eða frá þeim tíma er gildistími Kyoto-bókunarinnar rennur út en flugið fari undir þetta viðskiptakerfi 2012. Verið sé verið að tala um að það að stóriðjan á Íslandi sitji við sama borð og stóriðjan í Evrópu.

Djö...

Alls fara 14 fulltrúar íslenska ríkisins á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.

Hey, vorum við ekki á hausnum?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fara um næstu helgi. Með þeim fara aðstoðarmennirnir Hrannar Björn Arnarsson og Hafdís Gísladóttir.

Bara verið að spara?

Önnur sem fara eða eru farin: Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Sigrún Ólafsdóttir sérfræðingur. Þórir Ibsen, sendiherra og formaður samninganefndarinnar. Frá umhverfisráðuneyti: Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri, Hugi Ólafsson skrifstofustjóri og Stefán Einarsson sérfræðingur. Frá utanríkisráðuneyti: Ingibjörg Davíðsdóttir skrifstofustjóri. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti: Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri. Frá iðnaðarráðuneyti: Sveinn Þorgrímsson. Þá er vitað að von er á einhverjum þingmönnum og fulltrúum félagasamtaka héðan.

Gerum nú sjálfum okkur greiða í næstu kosningum, og strikum yfir allt þetta fólk.


mbl.is Loftlagsráðstefnan sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Flott mál hjá Íslendingum að taka þátt í þessu. Ef við færum ekki þá væri það svona svipað og Japanir tækju ekki þátt í heimskynningu á sushi eða Spánverjar færu ekki á ráðstefnu um nautaat. 

Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við borguðum undir meira ein 10 manns til þess að fara út og lofa því að láta okkur skattgreiðendur borga kolefnisgjald, pönkast á Afríkuríkjum og reyna að halda aftur af losun efna sem valda örari gróðurvexti.

Allt svona mun á endanum valda því að vesturlönd hnigna hraðar en áður (og nógu hratt hnigna þau nú) og Kínverjar taka fram úr fyrr.

Sem þarf ekki að verða slæmt.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband