Er þurrkur ekki loftslagsbreyting?

Eða er loftraki, og úrkoma almennt kannski ekki tekin sem loftslag?

Hvers vegna?

Hnatt­ræn hlýn­un af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um hef­ur að lík­ind­um gert þurrk­inn í Kali­forn­íu 15-20% verri en ella,

Bara hlýnun sem á að vera af völdum mannanna verka?

Hvernig þekkja þeir hana frá?

Þetta er niðurstaða vís­inda­manna við Col­umb­ia-há­skóla sem segja að þurrk­ar framtíðar­inn­ar eigi nær áreiðan­lega eft­ir að verða verri vegna hlýn­un­ar­inn­ar.

Af hverju ætti öll þessi hlýnun ekki að valda meiri úrkomu?  vegna þess að vatn á það jú til að gufa upp í hita, og svo óhjákvæmilega þéttist rakinn, með tilheyrandi rigningu.

Eða er það ekki þannig sem hlýnun af völdum manna virkar? 

Lofts­lags­vís­inda­menn

Ég man þegar þeir voru kallaðir veðurfræðingar.

Hlýrra lofts­lag hafi gert það að verk­um að jarðveg­ur­inn þorn­ar hraðar og vatn í lón­um og ám guf­ar hraðar upp en ann­ars. Áhrif­in sem hlýn­un­in hafi haft á uppþorn­un jarðvegs­ins nemi um 15-20%.

Greinilega ekki mikill gróður þarna.  Hvert fór hann?

Haldi mann­kynið áfram á sömu braut í los­un gróður­húsaloft­teg­unda má bú­ast við því að lofts­lag í Kali­forn­íu og ann­ars staðar á jörðinni haldi áfram að hlýna.

Gott fyrir okkur.  Kalíforniubúar verða bara að taka því.

Sú hlýn­un gæti breytt jafn­vel hóf­legri þurrkatíð í þurrka af stærðargráðu sem ekki hafa þekkst áður.

Aftur, með leyfri aðs pyrja: hvert halda þeir að rakinn fari?

„Allt vatns­kerfið sem við höf­um í Kali­forn­íu var hannað fyr­ir gamla lofts­lagið. 

Breytið því þá.  Það er ódýrara en að vesenast í að reyna að breyta heiminum.


mbl.is Þurrkurinn verri vegna loftslagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband