Ef James Bond væri 100% raunsær:

"Farðu í gang helvítið þitt!"

***

"Af hverju ertu með reyk-vélina í gangi?"
"Reykvél? Hvaða reyk... ó... hún er sjálfvirk, sko. Það er einhver að elta okkur akkúrat núna. Já."
"Vá, töff! Sjálfvirk olíudæla! Sjáðu þá renna!"
"Uh... við þurfum að stoppa á næstu bensísntöð."

***

"Hvernig vissirðu að þessi dama var svikari? Sniðugt hjá þér að skjóta henni fram af þessar brú."
"Það var slys! Það var rigning og ég ætlaði að kveikja á rúðuþurrkunum! Hver tengdi þetta?"

***

"Ha-ha, voða fyndið að setja sjálfseyðingatakka þar sem ljósarofinn er. Heppinn ég að þið eruð lélegir smiðir, annars hefði ég sprungið í loft upp! Ég er heppinn að halda augabrúnunum eftir þennan eldhnött samt."
"Sjálfseyðingatakki? Hvaða sjálseyðingatakki?"

***

From British Leyland, with love.


mbl.is Eftirminnilegustu James Bond bílarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Aston Martin er stofnað 1913 og ólíkt mörgum öðrum Breskum bílaframleiðendum hefur saga þess verið óslitin og það hefur aldrei orðið gjaldþrota þó að það hafi oft lent í erfiðleikum, fyrirtækið var aldrei hluti af sirkusinu í kringum British Leyland.

Eigendur hafa verið nokkri í gegnum tíðina en þekktastir eru dráttarvélaframleiðandinn David Brown sem átti fyrirtækið milli 1947 og 1972 (frá honum koma einkennisstafirnir DB sem eru í nafni margra af þekktustu bílum fyrirtækisins) og Ford Motor Company sem átti fyrirtækið milli 1991 og 2007. Ford seldi meirihlutann í fyrirtækinu 2007 en heldur ennþá eftir u.þ.b. 12% hlut.

Aston Martin hefur hannað marga af fallegustu bílum breskrar bílasögu og ólíkt mörgum öðrum Breskun bílum alltaf haldið hugtakinu "gæði" tengdu nafninu.

Einar Steinsson, 7.10.2012 kl. 09:28

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef samt verulega illan bifur á breskum bílum - í þá fara breskir partar. Þeim er ekki treystandi. Og AM eru handsmíðaðir - það býður heim nýrri vídd af gremlinsum.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2012 kl. 19:36

3 Smámynd: Einar Steinsson

Já ég veit havað þú ert að meina, ég hef átt breska bíla. Bretar hafa hannað marga stórskemmtilega og snjalla bíla en það hefði verið betra ef þeir hefðu látið einhverja aðra, t.d. Þjóðverja eða Japani um að smíða þá.

Hins vegar eru miklu fleiri bílar Breskir heldur en að menn gera sér grein fyrir, flest allir Toyota fólksbílar og einnig slatti af Nissan eru smíðaðir í Bretlandi og hafa verið í mörg ár. Allir fínu "Japönsku" Yaris, Corolla og Avensis bílarnir eru sem sagt Breskir.

Einar Steinsson, 7.10.2012 kl. 21:08

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

+Eg neita því aldrei að bretinn kann að hanna þetta - Range Rover eru til dæmis með bestu bílum að keyra. Ekki svo mjög að eiga hinsvegar, þar skara þeir langt afturúr.

En þeir eiga ekki að smíða neitt. Toyoturnar sem þeir setja saman eru til háborinnar skammar. Samanborið td við Hollensku & belgæisku Toyoturnar (vann hjá Hertz...)

Já... eitt enn - Yaris er Peugeot 208 núna. Minn næsti oriental bíll verður semsagt Hyundai.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.10.2012 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband