Þetta útilokar ekki hvort annað

Hvað er til ráða ef þú færð það vanda­sama hlut­verk að fá ung­an mann ofan af því að vilja eyða öllu lífi á Vest­ur­lönd­um. Í Árós­um mynd­ir þú bjóða hon­um á kaffi­hús eða bóka­safn og ræða um knatt­spyrnu.

Það hlýtur að fara eftir áhugasviði "fórnarlambsins."

Það ger­ir Mads að minnsta kosti en hann stýr­ir áætl­un sem miðar að því að fá unga múslima, sem íhuga að ganga til liðs við öfga­full­ar skæru­liðahreyf­ing­ar, ofan af því.

Kannski er það líka einmitt þannig sem ISIS fær til sín mannskap.

Það væri írónískt.

Sam­kvæmt sam­an­tekt Econom­ist eru dansk­ir rík­is­borg­ar­ar næst fjöl­menn­ast­ir í hópi vest­rænna borg­ara sem hafa farið til Sýr­lands að berj­ast. Ein­ung­is Belg­ar eru fjöl­menn­ari. 

Þetta er ein klúðurslegasat setning sem ég hef lesið í dag.

...eitt­hvað annað en sú glans­mynd sem flest­ir hafa af Dan­mörku...

Þegar ég hugsa til Danmerkur, þá sé ég fyrir mér hjörð róna, suma hálf-dauða upp við vegg, suma á hjóli, suma hangandi upp við bar.

Í Gell­erupp­ar­ke hverf­inu er Grim­høj mosk­an en hún hef­ur meðal ann­ars neitað því að af­neita skæru­liðasam­tök­un­um Ríki íslam...

Neitað að afneita...

Þykir þetta skýra að ein­hverju leyti hvers vega þrjá­tíu íbú­ar Árósa, þar sem ein­ung­is búa 324 þúsund manns, hafi nú þegar farið til þess að taka þátt í heil­ögu stríði í Sýr­landi.

Bara 30 af 300.000?  Vá.  Ég byggist við miklu fleiri, vegna þess að þetta virðist vera svo mikil paradís á jörðu.  Eða hitt þó.

reynt er að fá þá sem stefna að þátt­töku í borg­ara­styrj­öld­inni til þess að hætta við þau áform.

Er ekki fínt að losna við þá?  Sádar hugsa þannig.  Bara að segja...  Það er ekkert vesen í Sádí Arabíu vegna þess að vesenismennirnir fara allir til útlanda að vesenast.


mbl.is Fótbolti í stað hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög fyndin og flott grein, sem lýsir því miður þeim sorglega veruleika sem meint "fréttamennska" Íslands er. 

Ógeðslega flottar glansmyndir af Danmörku (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband