Var Hanna Birna ekki fordæmi?

Í fyrra, svona sirka um þetta leiti, þá var verið að leggja Hönnu Birnu í einelti vegna þess að einn af undirmönnum hennar varð uppvís að lögbroti.
 
Það stóð yfir þar til Hanna gafst upp og sagði af sér.
 
Nú heyrist mest lítið í sömu aðilum þó Dagur B & félagar hafi gerst uppvísir að a.m.k. 2 lögbrotum, sjálfir, ekki undirmenn þeirra. Og þeir hafa enga afsökun, undirbjuggu annað lögbrotið í ár.
 
Og það eru viðurlög, ef einhverjum dettur í hug að kæra.
 
Hvað dvelur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hanna Birna laug trekk í trekk að þingi og þjóð, þess vegna hrökklaðist hún úr embætti með skottið á milli lappanna. Og einelti er eitthvað sem hún þekkir manna best og ekki þá sem fórnarlamb.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 23:05

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er hluti af því að vera í pólitík að segja ekki satt orð, svo þar er enginn munur.
Svo er mér í grunninn sama um Hönnu sem persónu.  Þó hún sé smám saman að breytast í einhvern píslarvott.

Hinsvegar ef maður nálgast málið abstrakt, þá er hún, X að ekki framkvæma refsiverða verknað Y, heldur er A að því.

A gerir Y, X á A og ber á honum ábyrgð, X er böstuð.

Fyrir borgarstjórnarmálið er borgarstjórn X, sem framkvæmir verknað Y.  X ber ábyrgð á X.

X gerir Y, X=X.  X eru ekki böstuð.

Af hverju ekki?

Málið liggur ljósar fyrir núna, og er einfaldara en Hönnu Birnu málið.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.9.2015 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband