Þá verður semsagt ekki lengur hægt að bara stökkva í strætó?

... ef manni dettur það skyndilega í hug, og maður á klink?

Maður verður þá að plotta sínar strætóferðir með meiri fyrirvara?

Taxi.  Eina vitið.


mbl.is Vagnstjórar hætta farmiðasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá veist þú eitthvað meira en segir í fréttinni því skv. henni verður bara hætt að selja farmiða í vögnunum.

ls (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 17:04

2 identicon

Þetta kemur mér á óvart, þvi að ég vissi ekki einu sinniað farmiðar væru seldir í vögnunum. Enda alltaf þurft að labba tugi km heim þegar ég hef orðið miðalaus og staddur víðs fjarri Mjóddinni eða (bráðum fyrrverandi) Hlemmi, þar eð ég neita að borga 350 kr. í hvert skipti þegar ég get keypt miða ódýrar. Síðast gerðist þetta 2013.

Mér skilst að miðasölu hafði verið hætt í vögnunum um aldamótin. Ef það var tekið upp aftur, þá hefur hreinlega gleymzt að segja farþegum frá því.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 18:24

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég man fyrir hér innan við 5 árum rölti maður í vagninn, borgaði vagnstjóranum, og fékk far.  Og skiftimiða ef maður bað um það.

Má það enn, eða ekki?

Ég spyr.

Er ég að misskilja eitthvað?  Hvað, og hvernig?

Ásgrímur Hartmannsson, 3.11.2015 kl. 00:02

4 identicon

En þú hefur þá ekki rétt vagnstjóranum seðla og fengið farmiða t.d. 10 saman og getað farið 10 sinnum í strætó (+ skiptimiðar eftir þörfum). Ef þú vilt prófa það eru það síðustu forvöð.

ls (IP-tala skráð) 3.11.2015 kl. 09:59

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ertu sem sagt að ýja að því að það verði ennþá hægt að æða í strætó að vanhugsuðu máli?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2015 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband