Til samanburðar eru umferðarlögin 27 bls.

Þau eru hér: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html

Ég tók allan textann, með html & myndum, ýtti bara á ctrl+c, og peistaði svo allt draslið á open-office.

27 blaðsíður, það, 9 pt Drid serif.  Þau eru semsagt ekki svo fyrirferðamikil.

Af hverju ættu lög um útlendinga að vera lengri og flóknari?


mbl.is Ný útlendingalög 130 blaðsíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju þarf meira en eina blaðsíðu fyrir útlendingalög?

Ef útlendingur brýtur lög landsins þegar útlendingurinn er á Íslandi eða er með fölsuð/engin skilríki þegar útlendingurinn kemur til landsins, þá á að senda útlendinginn til síns heima.

Ef að útlendingur sækir um landvistarleifi, þá þarf útlendingurinn að sýna fram á að hann geti séð fyrir sjálfum sér, fæði, húsnæði, heibrigðisþjónustukostnað o.s.frv. og auðvitað að hann hafi atvinnuboð. Ef ekki, þá fær útlendingurinn ekki landvistarleifi.

Þetta kemst allt fyrir á einni blaðsíðu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 19:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta kemst fyrir á póstkorti.

Eitthvað grunar mig að þessi lög þeirra eigi að vera flókin og full af svigrúmi fyri geðþóttaákvarðanir.

Ráðamenn lifa fyrir geðþóttaákvarðanir.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2015 kl. 19:37

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Lögfræði og félagsfræðinga elítan samdi þetta frumvarp, þú getur ímyndað þér Ásgrímur hvaða hagsmunir hafi verið í fyrirrúmi í samansettningu Proppé frumvarpsins.

Ef það vantar pening til að greiða allan kostnaðinn sem Proppé frumvarpið kemur til með að kosta skattborgara Íslands, þá bara að lækka elli og lífeyrirsgreiðslur fyrir aldraða og öryrkja, því auðvitað ber okkur skylda að sjá um að útlendingum lýði vel.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 20:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er kolrangt sem kemur fram í fréttinni. Frumvarpið er ekki nema 57 blaðsíður og greinargerðin 18 blaðsíður, samtals 75 blaðsíður: Frumvarp til nýrra útlendingalaga afhent innanríkisráðherra | Fréttir | Innanríkisráðuneytið

Til samanburðar er fyrirliggjandi frumvarp um staðgöngumæðrun sem með greinargerð telur 92 blaðsíður: http://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/0245.pdf

P.S. Umferðarlögin eru 20 blaðsíður í PDF útgáfu á vef Alþingis: http://www.althingi.is/lagasafn/pdf/144b/1987050.pdf

Guðmundur Ásgeirsson, 13.12.2015 kl. 20:14

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ok en af hverju er frumvarpið meira en ein blaðsía?

Ósköp einföld ástæða fyrir því, svarið er í athugasemd minni hér að ofan.

75 blaðsíður eru 74 blaðsíðum of margar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 20:25

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

57 síður og mesta torf.

Lög eiga ekki að vera meiri í vöfum en svo að hægt sé fyrir venjulegan mann að lesa allann bálkinn á einum degi.

Það eru umferðarlögin, erfðarétturinn var jafnvel styttri.

Ekkert þarf að vera svona flókið.  Þetta gerir ekkert nema valda kostnaði, sem rýrir lífsgæði allra sem nálægt koma.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2015 kl. 20:36

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rýrir lífsgæði allra sem nálægt koma. Nema lögfræðinganna sem fá nóg að gera við að greiða úr þeim flækjum sem þeir skapa sjálfir með þessu.

Lög eiga aldeilis að vera þannig að venjulegt fólk geti lesið þau og skilið. Annars er einfaldlega óraunhæft að ætlast til að farið sé eftir þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.12.2015 kl. 20:45

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef lög eru þannig að venjulegur maður A: nennir ekki að lesa þau, B: skilur þau ekki, eða C: bæði af ofangreindu, þá ertu ekki lengur með réttarríki. 

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2015 kl. 21:42

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þér Ásgrímur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 21:55

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mana ykkur til að prófa að lesa nýlegt frumvarp fjármálaráðherra um fasteignalán til neytenda. Það er meira bévítans torfið, og hver glufan á eftir annarri sem þýðir að þegar á þau mun reyna í næsta hruni þá verða þau haldlaus fyrir neytendur.

http://www.althingi.is/altext/145/s/0519.html

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2015 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband