Jú víst

Gjald­skrár­hækk­an­ir munu ekki hækka ár­sverðbólgu að neinu ráði um ára­mót­in. 

Hækkun er hækkun.  Þetta er allt spurning um hve mikið þú skuldar verðtryggt.

...og einnig munu stjórn­völd hækka bens­íngjald og kol­efn­is­gjald.

Það var mjög vinstri grænt af þeim.  Þeir myndu gera okkur mikinn greiða með því að fella bara niður þetta kolefnisgjald.  Bæði bíleigendum og húsnæðiseigendum/leigjendum.

Næstu mánuði er út­lit fyr­ir að verðbólg­an verði rétt yfir tveim­ur pró­sent­um og lækki síðan í 1,7 pró­sent í mars að mati Grein­ing­ar­deild­ar Ari­on.

Sjáum til.  Kannski gerir seðlabankinn eitthvað í þessu.

Merkilegast í þessu er hvernig einkaneyzla stýrir lítið verðbólgu, heldur er þetta allt meira og minna eitthvaðp sem ríkið gerir.

Samfélagið *þarf* mat, föt, eldsneyti.  Og hvað stjórnar verðinu á þeim fyrorbærum aðallega?

Skattar.

Ríkið veldur verðbólgu, ekki fólkið.


mbl.is Hækkanir skila ekki meiri verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband