Hvað myndi Hitler kjósa?

... ef hann hefði kosningarétt á Íslandi?

Ég tékkaði á því, og notaði til þess kosningavitann.  Sem er fáanlegur hér: http://kosningavitinn.egkys.is/

Til að vita viðhorf Hitlers hafði ég til hliðsjónar Manifestó NSDAP, sem er fáanlegt hér og þar, en þessi þýðing á ensku er eins góð og hver önnur: https://simple.wikipedia.org/wiki/NSDAP_25_points_manifesto

Það var ein spurning þarna um viðhorf til skatta, það tók tvær mínútur að finna þetta: https://www.quora.com/What-was-the-highest-income-taxation-rate-in-Nazi-Germany

Allstaðar þar sem var eitthvert vafamæal setti ég bara "vil ekki svara."

Undir því voru til dæmis hvort flugvöllurinn á að vera eða fara, og jöfn kynjahlutföll.  Slíkt var algjörlega framandi í því landi á þeim tíma.

En hvað um það, forsendurnar eru aðgengilegar, og hér er niðurstaðan:

Húmanistaflokkurinn, með 74% samræmi.
Alþýðufylkingin, 63%
Vinstri Græn: 55%
Dögun: 52%
Flokkur fólksins/Framsókn: 39%
Samfylking: 18% (hissa, ég)
Píratar: 16%
Íslenska þjóðfylkingin: 12% (og þið getið hætt að kalla þá nazista núna)
Björt framtíð: -16%
Sjálfstæðisflokkur: -40%
Viðreisn: -43%

Ekki alveg það sem ég hafði búist við þegar ég byrjaði, en... ég veit ekki betur en þetta sé eis rétt og hægt er.

Hitler


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, þú þarft að athuga aðeins "hugsunarhátt" sem liggur að baki, Hitlers.  Var Hitler maður sem vildi "einangra" Þýskaland, eða var hann maður sem vildi að öll önnur ríki færu eftir þýsku formi og að þýskaland yrði leiðtoginn.

Allar þessar tölur þínar, eru rangar ... því þær ganga út frá því gefnu að Hitler er "klikkó".  Ekki staðreyndum samkvæmt. Sannleikurinn er sá, að Hitler vildi byggja "þriðja ríkið".  Rómarríki ... og Róm er ekkert "einangrað" ríki, heldur fullt af markaðsstefnu og alþjóðahyggju.

Þú þarft að flytja Hilter, NORÐUR á myndinni þinni ... undir "Alþjóðahyggju" ... og Viðreisn hefur "mest" sameiginlegt með honum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 22:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á ég að senda .þér forsednurnar?  Ég á þær til.

Annars: hugmyndin er að ég einfaldlega veit ekki annars vegar, og hinsvegar: ef Hitler væri á íslandi.

Hitler í Þýzkalandi myndi take EU fagnandi, enda ræður Þýzkaland þar lögum og lofum.

... og þá hittir hann Samfó, þar sem ég hélt hann væri.  Vegna þess að ... ja, lastu manifestóið?

Svo eru einhverjar spurningar um "útlendinga."  Hitler var alveg sama um einhverja útlendinga.  Gyðingar var það sem hann amaðist við.

En aftur að EU: EU er þrátt fyrir allt, *innan sameiginlegu landamæranna*, frjáls markaður.  Þetta er feudalismi.  Hitler er hálfgerður kommúnisti.  Var.  Hann er dauður - eða það er kenningin.  Hann vildi þjóðnýta systemið.  Menn áttu ekkert fyrirtækin þá, heldur voru leppar.

Nazista-fyrritækin opereruðu öll eins og Sambandið hér í denn.  Ríkisfyrirtæki í raun, en... leppuð.  Gervi-einkafyrirtæki.

Allt byggt á gegnsærri lygi.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2016 kl. 15:42

3 identicon

Ekki veit ég hvaða flokk Adolf Hitler myndi kjósa ef hann hefði kosningarétt hér á Íslandi í dag. En ég veit þó nokkuð um hvaða skoðanir hann hafði á ýmsum málefnum sem eru nú ofarlega á baugi.

Þar ber fyrst að nefna að hann hafði lítinn áhuga á trúarbrögðum, en þeim mun meiri á þróunarkenningu Darwins um "survival of the fittest". Áleit hann að hinn "aríski kynstofn" hefði náð forystu meðal mannkynsins og honum bæri með hörku að berjast fyrir meiri framþróun sinni.

Hann var andvígur kristinni trú, einkum vegna gyðinglegs uppruna hennar. Margir nánir fylgismenn hans, t.d. Heinrich Himmler, voru miklir áhugamenn um að endurvekja ásartú.

Hitler var sjálfur grænmetisæta og flokkur hans lagði mikla áherslu á útilíf og náttúrudýrkun og tengdist hún að nokkru leyti hinum fornu trúarbrögðum. 

Hitler lét reisa sér veglegan bústað hátt uppi í fjöllum þar sem hann gat horft yfir ríki náttúrunnar.

Kannski hann myndi kjósa Vinstri græna?kiss

hörður þormar (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 19:38

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Íþróttaálfurinn hefur alltaf verið helsti talsmaður nazískra gilda.

(Og það er hægt að færa rök fyrir því.)

Ég byggi þetta bara á manifestóinu...

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2016 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband