Rétt hjá kallinum

Árás Banda­ríkja­manna á her­stöð í Sýr­landi snemma í morg­un var „heimsku­leg“ og „óá­byrg“, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá skrif­stofu Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta.

Svona eins og öll önnur afskifti af innanríkismálum annarra.

„Sá sví­v­irðilegi gjörn­ing­ur að gera flug­völl í sjálf­stæðu ríki að skot­marki sínu, sýn­ir enn og aft­ur að áhersl­ur breyt­ast ekki með nýj­um stjórn­um,“ 

Nei, það gera þær ekki.

Og þetta sýnir okkur líka að military industrial complexið er búið að fatta á hvaða takka það á að ýta á nýja gæjanum til að fá hann til að dansa.

Hlaut að koma að því.


mbl.is „Heimskuleg og óábyrg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Efnavopn eru stórhættuleg. Það er alvarlegast af öllu alvarlegu, að einhverjum detti yfir höfuð í hug að orða slíkan stríðshernað undir nokkrum kringumstæðum. Hvað þá að leika þann "leik" til enda, í þeim tilgangi að siga stríðshundum í slag.

Við vitum í raun ekkert hverjir plönuðuð þetta glæfraspil, né hverjir tóku þátt í og stýrðu eineltinu á Trömp? Honum hefur ekki dottið þetta bara einum og sér í hug einhvern eftirmiðdaginn. Bara sí svona? Þannig ganga víst heimsstjórnmálin ekki fyrir sig í raun og veru.

Það er greinilegt að Trömp kallinum á alla vega að kenna um þetta, og virðast þeir hinir vera tilbúnir í startholunum með það sama og þeir ásaka Trömp fyrir. Með því móti er ekki verið að sýna heimssamfélaginu að restin af heimveldis karlaklúbbnum séu einhverjir algóðir englar. Þeir eru ekki alltaf hættulegastir sem hafa hæst og spilað er jafnvel með, af blekkjandi og svíkjandi músunum sem læðast og hvísla á bak við tjöldin.

Eineltishringur virkar þannig, að sá sem er potturinn og pannan í eineltisplaninu heldur sig oftast víðs fjarri því að vera grunaður, og ræður áróðursumræðunni fyrir og eftir á. Það er óverjandi skepnuskapur.

Nú ætla syndlausir að kasta fyrsta hefndarsteininum? Í réttlætis og friðarskyni ætla þeir að drepa líka? Hvernig réttlæta þeir "háu" herrar og frúr mótárás í svona alvarlegum og sturluðum stríðsglæpum gegn saklausu fólki?

Það er árið 2017, en ekki árið 1617. Eða hvað?

Almættis viskan góða hafi vit fyrir þeim sem eiga að ráða?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2017 kl. 22:51

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vopn eiga að vera hættuleg.  Vonlaust væri ef þau væru meinlaus.

Efnavopn eru helst ónýt vegna þess að þeim verður ekki beitt svo vel sé í breytilegum vindi (það væri skelfilegt), eða í rigningu.

Þeir eru búnir að reikna Trump út.  Svona nokkurnvegin.

Hann er impúlsívur.  Hans vandi, ergo okkar núna.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2017 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband