Það verður ljótt.

Krimmar í Washington DC gætu slasast.

Það er búið að stúdera fylgni milli glæpa og skotvopnaeignar fram og aftur, og niðurstaðan er þessi: eftir því sem auðveldara er fyrir alla að verða sér úti um vopn, þeim mun færri ofbeldisglæpir eru framdir.  Það munar allt að 8% á milli fylkja með frjálslynd lög og fylkja með ströng lög.

Aftur á móti er fleyri bílum stolið og meira er um tjón á opinberum eignum þar sem meira er um byssur.  (Tíðni bílþjófnaða í Evrópu er hæst í Ísrael og Sviss)  Munurinn er allt að 8% milli fylkja.

Sem segir okkur eitt: það er stöðugur fjöldi glæpamanna þarna, sem bara verða að gera eitthvað af sér.  Þeim er ekki við bjargandi.

Svo, kaninn verður að velja: byssur, og bílnum verður kannski stolið, eða engar byssur og hann verður þá kannski laminn í hausinn með einhverju og rændur. 


mbl.is Byssulöggjöf fyrir hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband