Mjög auðvelt að redda þessu

En samt nánast ómögulegt - á sama tíma.

5000 morð á ári - það eru 13 á dag, sem hlýtur að safnast upp á helgarnar - það er alltaf þannig.  Bófar eru alltaf aktívastir um helgar.  Svo þetta hefur sennilega ekkert verið svo slæm helgi.

Lausnin?

Lögleiðið bara eiturlyfin.  Það myndi vera kókaín í þessu tilviki.  Það lækkar verðið á þeim, og minnkar þar af leiðandi gróðann af þeim, sem minnkar aftur ástæðurnar til þess að safna einhverjum herjum og berjast.

Snýst allt um peninga.

En það verður ekkert gert.  Vegna þess að A: fólk er of vitlaust, og B: það er heill löglegur iðnaður sem byggir á að efnin séu ólögleg.  Ef ekki, af hverju ætti þá nokkur að þjálfa hunda?  Þróa og selja gegnumlýsingarbúnað og hvers kyns njósnatæki?  Það er mjög atvinnusapandi að leita á öllum við landamærin.

Svo: 13 morð á dag... skemmtið ykkur bara vel. 


mbl.is Blóðug helgi í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

líka að við lögleiðingu myndi fjármálaheimur fíkniefna sem veltir meira en bílaiðnaðurinn í öllum heiminum skattleggjast og hreinni og hættuminni efni vera á markaðinum, meðhöndluð af fagmönnum...

harður heimur undirheimanna myndi leggjast af og afbrot til að fjármagn neysluna þannig lagað hverfa ( eins og dæmin sýna geta menn creedað eða fengið lánað efni án þess að eiga krónu, sem enda oft með dramatýskum hætti eins og dæmin sína)

það þarf ekki að seigja fulloðnu fólki hvaða eitur megi taka og hvað ekki..... áfengi er ofarlega á lista yfir hættulegustu vímugjöfunum... en það er eitur sem er löglegt og afstaða allra íslendinga og vestrænaheimsins til þess er til skammar...

gunnih (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Heldurðu að öll þessi morð tengist fíkniefnum einungis ? Þessi morð sem voru framin þarna í Mexíkó tengist gengjastríðum en á þessu svæði eru hvað stærstu gengi heims starfandi eins og MS-13, 18th street, 38th og fleiri fleiri, þó svo fíkniefni yrðu lögleidd þá hættir stríðið á milli þessara gengja aldrei

Ragnar Sigurðarson, 9.12.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í suður Ameríku?  Þar er miklu meira í gangi en bara eitthvert MS-13.  Þeir eru hinsvegar fjármagnaðir að svo miklu leyti með fíkniefnum að allt þeirra atferli myndi stórbreytast ef þau væru tekin úr jöfnunni.

Þetta væri svona svipað eins og ef allt í einu væri engin olía, en í staðinn nýttist venjulegt gras til allra sömu þarfa.

Stríð, jafnvel milli gengja þarfnast peninga, því þau eru dýr.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.12.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband